Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 6
IÖ4 LÆKNABLAÐIÐ Þaö má segja, a'ð allar aÖger'Öir sé hægt aÖ íramkvæma í N20-svæfingu, en nokkrar eru þó, sem heppilegra er aÖ nota glaðloftiÖ viÖ, en alt annaÖ. Fyrst var það notað af tannlæknum, og svo er það enn, enda er ólikt. að láta sjúklinginn gleypa i sig glaðloftið, sem snöggvast, eða sjóða dælu, leysa upp deyfingarefni, bíða eftir deyfingu o. f 1., sent því fylgir. Sjúkl. má gjarn- an borða á undan svæfingunni, því uppköst fær hann ekki. Við eftirblæð- ingum og verkjum er minna hætt en eftir novocain-adrenalin-deyfingu. Sama máli er aö gegna um tonsillectomiur; aÖgerðin stendur skamma stund og síðan getur sjúkl. gengið heim til sín. Vegna þess, hve það er ósaknæmt, er það oft eina meðalið, sem hægt er að svæfa Basedows-sjúklinga með. Thyreotoxisk áhrif verða áberandi minni, en eftir aðra svæfingu eða stað- deyfingu. Brjóst- og lungnaaðgerðir takast mjög vel í glaðloftssvæfingu. Með svæfingaráhöldunum er hægt að framleiða positivan þrýsting i lung- unum og kreista þannig út úr empyemum og lungnaabscessum. Er þannig liægt að stytta legutima sjúklinga, e. t. v. um margar vikur. Thoracoplastik hafa menn oftast orðið að gera með staðdeyfingu, og er erfitt að deyfa svo, að fullgott sé. Glaðloftsvæfing veitir í þessum tilfellum ágætan árang- ur, því þeir sjúklingar þola hana, allflestir, prýðilega vel. Eins er liklegt. að hún væri eina svæfingin, sem margir toxiskir sullsjúklingar mundu þo)a Svona mætti lengi telja. Enn er ótalið eitt merkilegl svið fvrir glaðloftið. Þaö er fæðingarhjálpin. Glaðloft er betra deyfingarmeðal við fæðingar, en öll önnur, sem þekt eru. Það hefir engin áhrif á hríðirnar, engin áhrif á fóstrið, og fæðingin gengur sinn eðlilega gang, þótt deyft sé með því. Má nota það tímunum saman að skaölausu, og þannig geta konur fætt mjög kvalalitið. Eg fer ekki náið út í það, að lýsa áhöldum eða teknikinni. Það er vanda- samt nokkuð, að. nota það, og þarf árvekni og eftirtekt. Galdurinn er sá. að gefa svo mikið glaðloft, að sjúklingurinn haldist sofandi, og svo niikið súrefni, að hann haldist lifandi. Verður aö prófa sig áfram með blönduna, því sitt hæfir hverjum. Eins og áður er getið, eru Amerikumenn brautryðj- endur á þessu sviði, en alllengi hefir glaðloftið verið notað i Englandi. Síðar tóku Þjóðverjar að nota það, og hefir notkun þess aukist þar hröð- um skrefum. f apríl s.l. höfðu verið svæföir með því yfir 3000 sjúkl. á Eppendorfer Krankenhaus í Hamborg, og hafa bæði Dr. Helmut Schmidt og próf. Sudeck lokið á það miklu lofsorði. Hafa þeir fundi'Ö upp vél, sem Dráger-verksmiðjurnar í Lúbeck smíða, en mjög virðist mér hún standa að baki þeim amerisku. Hoechst Farbenindustrie býr til glaðloftið. Nú er spurningin: getum við eignast þetta, og borgar það sig? Eg vil segja: við megurn til aö eignast það, eg tala nú ekki um eftir að Lands- spitalinn tekur til starfa. En við þurfum að eignast það fvr, þvi með þvi er hægt að bjarga mannslifum, sem annars mundu ef til vill týnast. Að vísu er það mun dýrara en önnur svæfingarefni, en eg er þess fullviss, að margur maðurinn, sem ])arf að leggjast undir uppskurð, vill feginn gefa nokkrum krónum meira fyrir jafnhættulitla og þægilega svæfingu. Það á áreiðanlega við um glaðloftiö, sem Warrcn sagði, er hann hafði lokið við fyrstu aðgerðina, sem gerð var í ethersvæfingu: Gcntlcmcit, this is no humbug!

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.