Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ ■*73 þeir kjósa, ef hann heldur sér viÖ lægsta taxta.“ Stjórn Lf. ísl. lítur líkt á máliÖ og þessi læknir. Það verður að taka tillit til þess, að þess verður ekki langt að híöa, að embcettislausir lœknar verða jafnmargir og embættislækn- ar. Heilbrigðisstjórninni er það engin ofætlun, að hafa gætur á því, að borg- un til lækna sé ekki hærri en góðu hófi gegnir, en hins vegar er það ekki ætíð athugað, hve mikið starf það er, að veita berklasjúklingum alla nauð- synlega læknishjálp. 3) „Mótfallinn kosningu héraðslœkna, en þó væri hún ekki ýkja-mikil aft- urför frá núverandi skipulagi. Nú ganga þeir fyrir öðrum, sem eru inn undir hjá valdhöfunum, eða lægnir að koma sér í mjúkinn hjá þeim, og það þarf sömu skapgerð til þess að koma sér í mjúkinn hjá múgnum og vald- höfunum. Kongsþrællinn og skrílsþrællinn eru af sama klæði skornir.“ Helst til svartsýnt er hér litið á embættaveitingar undanfarið, en þó ýmis- legt mætti að þeim finna, væru kosningarnar að falla úr öskunni i eldinn. 4) „Hefi verið óánægður með afskiftaleysi læknástéttarinnar af sínum rnálum. Hún hefir þagað siðan 1919, en nú eru laitn lœkna orðin of lág vegna lækkandi dýrtíðaruppbótar og vaxandi skatta. Bændur launa kaupfélagsstjór- um sinum betur en ríkiö læknum. Öll alþýða skilur það og fyllilega, að læknar verða að taka mun hærri borgun en lágmark gjaldskrárinnar segir. Eg hefi þannig ætíð tekið meira fyrir ferðir en gamli ferðataxtinn ákveð- ur, og enginn hefir kvartað, en sumum þótt eg taka of lítið. Taxtann þarf að endurskoða, og síðan eiga allir héraðslæknar að fylgja sama taxta. Borg- un fyrir skólaskoðanir er óhæfilega lág. 1927 var eg 31 dag við skólaskoðun og fékk 58 kr. fyrir. Borgun til sótthreinsunarmanna er of lág, einnig borgun til Ijósmæöra fyrir bólusetningu. — Öll lyfjaverslunin er í ólagi. Læknar eru skyldaðir til þess að versla með lyf, en eru þar að öllu leyti bundnir á gamlan klafa og lyfjaverðið svo hátt, að fólki er það um megn. Þvi ekki að gera lyfjagerðina að sem mestu innlenda, í stað þess að sækja alt til Benzons eða As. Pharmacia? — Umbúðir eru og með okurverði. Lyfja- og umbúöaverslunin er ill fyrir lækna og enn verri fyrir almenning. Vér verðum að gangast fyrir nauðsynlegum endurbótum á öllum sviðum, ef stétt- in á ekki að tajia þeirri virðingu, sem hún hefir notið. Það er ekki undar- legt, þó svo fari, er prestur er settur til þess að líta eftir gjörðum lækna. Sjálf læknastéttin á að taka í þá meðlimi, sem koma að einhverju leyti illa fram. — Hvað verst er þó deyfðin í berklavarnamálinu. Við unnurn að því að koma lögunum á, og það erum því við, sem ausum út ógrynni fjár, til berklavarnanna. Hvað höfum vér gert, til þess að lögin kæmu að sem mestu gagni, eða þvi væri breytt til bóta, sem reynslan sýnir að breyta þyrfti? Þáð má heita, að t. d. sé engin samvinna milli sjúkrahúsa, heilsuhæla og héraðslækna í þessu máli, og héraðslæknar fá ekki einn staf frá heilsuhæl- um um sjúklinga, sem koma þaðan, jafnvel ekki. þó þeir kunni að vera smitandi." Eg þakka íyrir hugvekjuna og brýninguna, og er ofmikið satt í því, sein hér er sagt, en hér á svo mörgu gripið, að eg sé ekki fært að svara því i þetta sinn. G. H.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.