Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 177 Svo framarlega sem læknum bjó'Öast ekki betri kostir en hér er sagt, vill félagsstjórnin rnælast til þess, að þeir kaupi umbú'Öir sxnar hjá K. K. Thom- sen þetta áriÖ. Samningurinn við hann var gerÖur til eins árs. G. H. Hver váll rannsaka kvefið? í Journ. of the Axnerican Med. Ass. j 7. nóv. er smágrein um kvet" í Græn- landi og er þetta aðalefniÖ: P. Heinbecker og Irvine-Jones, amerískir læknar, fóru um vesturströnd Grænlands í rannsóknaerindum. í sumum Eskimóabygðunum höfðu svo að segja allir megnt kvef, í öðrum enginn. Þeir fundu þá, a'Ö í allar kvefbygð- irnar hafÖi einhver komi'Ö fyrir skömmu,‘en enginn í þær, sem kveflausar voru. Þá kom það og i ljós, að innan 48—74 klst. frá komu læknanna í kvef- lausu bygöirnar, gaus þar upp kvefsótt. — Ekki er þess getið, að Iæknarnir eöa förunautar þeirra hafi sjálfir haft kvef. Þegar eg var fyrir norðan, var mér sögð sú saga, aÖ Grímseyingar væru kveflausir meÖan engar samgöngur væru við land, en fengju allir kvef óðar en bátur hefði komið úr landi. Ekki veit eg fullar sönnur á Jxessu. en nú er eyjan ekki eins einangruð og fyrrum. Mér sýnist, að það væri tilvaliÖ verkefni fyrir þá héraÖslækna, sem hafa svo afskektar eyjar eÖa bæi í héraði sínu, að samgöngur séu engar tímum saman, að rannsaka hversu kvefiö hagar sér á þcssum stö'Öum. Eru stað- irnir kveflausir meðan engar samgöngur eru? Kemur ætí'Ö kvef upp er satngöngur hefjast eða a'Ö eins stundum? Hve löngum tíma eftir komu aö- komumanna? Hve langan tíma tekur yfirferð kvefsins til þess faraldrinum er lokiÖ? Öllum þessum spurningum geta alþýðumenn svara'Ö. Fróðlegt væri þaÖ og aÖ vita hve lengi aðkomumenn eru smitandi, hvort kvef gekk þar sem þeir konru, hvort þeir sem kvefið flytja kendu kvefs við heimkomu sína. Vilja nú ekki héraðslæknar í Reykjarfjaröar, Hesteyrar, Húsavíkur. Hornafjai-'ÖarhéruÖum og máske fleiri gera sér þaÖ ómak, að rannsaka þetta og skrifa afskektu mönnunum dálítiÖ, skipulegt fyrirspurnablað, sem þeir gætu útfylt á þessu ári ? Þeir gætu svo birt árangurinn af fvrirspurnum sínum í ársskýrslu, Læknablaðinu eða sent mér hann. Það er skömm fyrir oss aÖ láta útlendinga rannsaka alt, j)ó að jxað liggi einmitt beint fyrir fraxiian nefið á oss! G. H. Enn um belgfláttu sulla. Eins og einhvern minnir, gat eg þess i grein i októberbla'Öi Læknablaðs- ins í fyrra, að eg hefði skrifað prófessor Napalkow í Rostoff á Suður- Rússlandi. En Napalkow hefir, a'Ö sögn Dévé’s, gengið best fram í að flá burt sulli úr lifur og öðrum líffærum. Eg spurði Napalkow í bréfinu, hve vel honum hepnaöist belgfláttan. Hann svara'ði vinsamlega að nokkrum tíma liðnum og sendi mér grein eftir sig, er hann hefir skrifað í Revue de Chirurge 1927. „Á propos dc la dccortication des kystes hydatiques.“ í grein þessari leiðréttir hann ýmsan smávegis misskilning hjá Dévé, og ber brigð- ur á að hann hafi harist jafn einhliða fyrir belgfláttu sulla, eins og Dévé gefur í skyn. Hinsvegar telur hann sjálfsagt að viðhafa þá aðferð í hvert skifti, sem maður sjái sér fært. Og hann heldur fast við þá skoðun sína. að einmitt þess vegna sé sú aðferðin ákjósanlegust, aö með henni sé ítar- legast girt fvrir sullvöxt í örinu. Hann fullvrðir. að bæði hánn og fleiri

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.