Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ
181
NiÖurstaða höf. er í fám orðum sú, að þrátt fyrir það þó íslendingar
séu nauðalíkir Norðmönnum, þá beri nokkuð á milli, sem sýni, að þeir
séu aff þó nokkru leyti œttadir vestan mn haf, t'rá Skotlandi. írlandi og
Englandi. íslenska kynið er því að ýmsu likt því breska. Þegar á land-
námsöld hefir norska kynið blandast hér með dínara- og Miðjarðarhafskvni.
Astæður höf. eru aðallega þessar:
1. — Háralitur íslendinga og jafnvel hörundslitur er mun dekkri en í
Noregi. Þetta hlýtur að stafa af því. að þeir hafa blandast dökku kvni
hér á iandi.
2. — Hœð íslendinga er svo mikil, að næst liggur að halda, að þetta
dökka kyn hafi að miklu leyti verið dínara-kyn, sem er mjög hávaxið og
langleitt, en andlitslcngd íslendinga er tiltölulega mikil.
3. — Nú er höfuðlengd dínara-kyns lítil, en mikil á íslendingum. Þetta
mætti stafa af því, að kynblöndunjn hefði að nokkru stafað af langhöfða
Mið jarðarhaf skyni.
4. — Af Landnáinu er það augljóst, að um 12% landnámsmanna komu
vestan um haf. Þetta hefir hlotið að liafa allmikil áhrif. og þau sjást líka
á dökka hárinu o. fl.
5. — Andlegt atgjórvi íslendinga er að ýmsu frábrugðið Norðmanna,
skáldskapargáfa þeirra, ritsnild o. fl. Munurinn stafar sennilega af bresku
kynblönduninni eins og John Beddoe hélt.
Þetta er þá megin málsins, en auk þess drepur höf. á helstu atriði í sögu
lands og þjóðar, er snerta þetta mál, og margt er þar vingjarnlega sagt
i vorn garð. Máli sínu lýkur hann þannig, að síst hefði það sakað Norð-
menn, þó þeir hefði fengið nokkuð af sama ,,strain“ eins og íslending-
ar, og að stundum geti kynblöndun að gagni komið.
Nokkurt álitamál er það, hvort kynblöndunin vestan um haf hafi verið
svo mikil sem höf. ætlar, en nokkur áhrif hefir hún auðsjáanlega hat’t.
\ronandi upplýsist alt þetta betur þegar nýjar mannamælingar verða gerð-
ar hér og fullkomnari en eg gat gert. Allar athugasemdir Bryns verða
þá lesnar niður í kjölinn og fult tillit tekið til þeirra.
Mér var það sérstök ánægja áð heyra álit þessa þaulæt'Öa mannfræð-
ings, og svo mun vera um fleiri. G. H.
Bókagjöf.
Landsbókasafninu barst í sumar að gjöf frá E. Munksgaard, meðeiganda
forlagsins Lcvin & Munksgaard í Kaupmannahöfn um 450 bindi ýmiskonar
bóka. Þar á meðal voru eftirtalin læknisfræðileg rit, ef ske kynni að læknar
vildu fá eitthvað þeirra að láni frá Landsbókasafninu. Ennfrentur sendir
forlagið framvegis mánaðarlega Landsbókasafninu gefins það, er það gefur
út af bókum og tímaritum, en þar á meðal eru nokkur helstu læknisfræðileg
tímarit, sem út koma á Norðurlöndunt.
Aagaard: Les vaisseaux lymphatiques du cæur chez l’homme, 1924
Acta gjmecologica scandinavica, Vol. I—IV, 1923—28.
Acta ophthalmologica, Vol. I—V, 1923—28.