Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 26
184
LÆKNABLAÐIÐ
reflexbrautir ug erfitt veröur oft aö kenna börnunum aö sjúga. Þar a'ö
auki er lítil mjólk í konuruni fyrsta sólarhringinn, og henni veitir ekki af
hvíld eftir fæöingarerfröiö.
Venjulega sofa börnin rólega allan fyrsta sólarhringinn, og fyrst eftir
þanni tíma fara þau að gefa til kynna hungur sitt nieÖ orgi og óróa og til-
buröum til þess að sjúga.
Höf. hefir nú reynt þetta á 1000 bönium og gefist mjög vel, börnán
voru jafnsnemma búin aö ná aftur íæöingarþyngd sinni og hin, sem fyr
byrjuöu átiö. Mörg börn hósta upp legvatni fyrsta sólarhringinn, og verö-
ur þá flökurt séu þau lögð snemma á brjóst. Sé seiima byrjað er slím og
legvatn horfiö. Börnin sýnast ná sér fyr og betur eftir smávegis fæöingar-
áverka í ró og með því aö hungra. Allar hjúkrunarkonumar voru á einu
máli um þaö, að miklu léttara sé að koma börnunum á spenann með þessu
móti og móðirin fær fullan sólarhring til hvíldar. G. Th.
Berklaveiki í Þýskalaudi. Samkvæmt skýrslum frá berklavamafélög-
um Þýskalands er talið, að af 63 milj. íbúum ríkisins hafi 234.OOO menn
opna berklaveiki. Ennfrenmr er þaö upplýst, að af þessum 234.000 berkla-
sjúkiingum verði 39.000 að sofa í rúmi með öörum. Það er engin furða, þótt
seint gangi að kveða niður berklana þar í landi sem víðar. — (Norsk
Mag., júlí 1928). Stgr. Matth.
Peritonitis tub. og etersvæfing. W. E. S a v a g e hefir i tímaritinu
Anæsthesia og Analgesia (maí—júní) látið þá skoðun í ljós,
að kviðristulækningin, sem oft virðist hjálpa við peritonitís tub.
sé á engan hátt skurðinum að þakka, heldur að eins svæfingunni. Það, sem
kom honum fyrst á þessa skoðun, var aðgerð á sjúklingi, sem hafði periton-
itis tub. að auki við aðra sjúkdóma. Aðgerðin laut alls ekki aö því, að
lækna kviðarholsberklana, heldur að eins meinlítinn útvortis kvillá; en
árangurinn af henni varð þó sá, að kviðberklarnir læknuðust algerlega.
Þaö eru 6 ár síðan að þetta var, og hefir Savage síðan haft til meðferð-
ar 7 sjúklinga og svæft þá alla með eter. öllum batnaði nema einum. Hjá
þremur sýndist batinn hætta nokkru eftir aðgerðina, var þá gefinn eter
á ný og kom þá fljótur bati. Höf. heldur því fram, að chloroform muni
hrífa eins vel, og hann er þeirrar skoðunar. að ef svæfingin ein hjálpi
eigi, þá sé ekki að vænta þess, að hnífurinn g'agni. — (Brit. Med. Journal,
11. ágúst 1928). Stgr. Matth.
Bólusetning og encephalitis. Ligeskr. í. Læger, 0. sept. 1928.
Nýskeð heíir orðið vart við encephalitis eftir bólusetningu, í Hollandi
og Englandi, og' því hefir heilbrigðisráðuneytið danska sett nefnd lækna
til þess að rannsaka, hvort encephalitis, eða aörir alvarlegir kvillar, sam-
tara bólusetningunni, geti orsakast af aðferðinni við að vinna bóluefnið
og hvort ástæða sé til þess að breyta um aðferð. Nefndin á einnig að at-
liuga, hvort þetta gefi ástæðu til breytinga á bólusetningarlögunum. Þá er
seinast spurt um það, hvort reynsla Danmerkur og annara landa bendi á
það, að almennar heilbrigöisráöstafanir muni geta vamað alvarlegum far-
öldrum af bólusótt svo, að ef til vill megi mæla með þvt, að hætt verði
viö lögboðna bólusetningu. G. Th.