Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 28
i86 LÆKNABLAÐIÐ ur yfir einhveru líkamshluta fjarri henni. Um tíma var þaö, sem ýmsir læknar reyndu Coleys Fluid með góðum árangri, en mörgutn reyndist lyfið annaðhvort gagnslítið eða hættulegt. Þess vegna varð aftur kvrt um það, og eg fyrir mitt leyti var farinn að halda, að það væri úr sögúnni. Svo rakst eg á ofanritaða grein, sem birtist í bréfformi til Brit. Med. Journal eins og hljóð úr horni frá Coley, einmitt um það leyti, sem mestur hávaðinn var um blýlækningar Blair Bells í Liverpool. Coley segir þar að hann sjálfur hafi notað lyfiö á 710 sjúklingum með ólæknandi (inoperabilis) cancer eða sarcoma, oftast recidiv eftir operation, og hafi árangur orðið góður á 10% sjúklinganna. Þegár hann ritar bréfið veit hann um 59 sjúklinga heilbrigða orðna frá því fyrir 3—20 árum er lækningin fór fram. Hann hafði ætið notað lyfið einsamalt án skurðar og radium eða Röntgeilgeisla. Auk þess veit hann um 125 sjúklinga, sem fengið hafa fulla bót í höndum annara lækna í ýmsum löndum (sem hann tilfærir), og liöfðu nokkrir lifaö alt að 33 ár eftir lækninguna. Mér þótti þetta svo fróðlegt, að eg fann mig knúðan til að geta þess í Lbl. og meðfram fyrir það, að þetta bréf Coleys var svo hæversklega ritað. Það má nú líklega segja, að nú gefi radium eða jafnvel Röntgen betri árangur sem ultimum refugium, en eigi að síður væri gott að geta einstöku sinnum gripið til Coleys Fluid við sjúklinga, sem erfitt væri aö senda frá sér. En hvar á að fá þann dýrmæta vökva? Vill Dungal kollega vera svo vænn, að segja okkur hvar hann væri að fá — og hvað hann álítur um þetta lvf? .SV.gr. Matth. Útvarp í þjónustu læknisfræðinnar. Læknar í Þýskalandi hafa komiö á hjá sér „Aerzte-Run.dfunk“. Sýn- ishom af lækna-útvarpinu frá Berliner-Rnndf'unk fer hér á eftir: Nóv. 27. Próf. W Liepmann: Bedeutung u. Ziele d. Frauenkunde. — 28. Próf. Th. G 1 u c k : Die experim., klin. Erforsch. allgem. or- gan. Ersatzprobleme. -— 29. Próf. Haberland: Verjúngungsprobleme im Licht d. neu- esten Forschung. (Die Mediz. Welt, no. 47, 1928). G. Cl. The alleged value of fasting in epilepsy. The J. Americ. Med. As- soc., Nov. 17., 1928. Ritstj.grein. Læknar í Bandaríkjunum hafa reynt föstu viö epilepsy, jafnvel vikum saman. Sjúkdómur þessi er að jafnaði svo vonlaus, aö sjálfsagt hefir þótt aö reyna þessa aðferö. ÞaÖ vantar ekki aö margskonar mataræði hafi veriö prófaö við epilepsi, svo sem saltlaus, purin- eða kjötlaus mat- ur, stundum meö nokkrum árangri í svipinn. Vafalaust hefir eigi allfá- úm epilepsi-sjúklingum batnaö að mun, meöan þeir föstuöu, en kramp- arnir gera vart viö sig á ný. Á læknaskólanum viö Harvard University var nýlega reynd fasta viö 27 sjúkl., frá 4 og alt að 21 degi. Flestir sjúkl. voru lausir viö krampa meðan á föstunni stóö, og einn sjúkl. til langframa. Dr. Lennox og dr. C o b b, sem hafa gert þessar tilraunir, ráöleggja föstu viö slagaveika

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.