Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 11
LÆKNÁBLAÐIÐ
169
erfitt aÖ nema gallblöðruna burtu, vegna mikilla adhesiona, og svæsinna
blæðinga frá arteria cystica. Ennfremur olli það miklum erfiðleikum, að
ldaðran hélt hvergi töng. Með því að undirstinga æðina, tókst að stöðva
blæðinguna, og gekk úr þvi vel aðgerðin. Keri lagður á gallblöðrustað og
gazekveikur á botnlangastað. Sjúklingurinn kominn á ról eftir ca. 4 vikur.
Tilfelli slik sem þetta, munu vera mjög sjaldgæf. í þeim ritum, sem eg
hefi yfir að ráða, hefi eg hvergi séð þess getið. Læknar telja annars að
pathologiskar breytingar séu eigi fátiðar samtimis i gallvegum og botn-
langa (coliinfection ?), eða þá vegna samvaxta nýrra lymphuvega flytjist in-
fection frá einum stað á annan.
Það mun ennfremur mjög sjaldgæft, að gallsteinn setjist í perforations-
op og hindri þannig útferð; þakka eg því eindregið, að eigi skyldi lífhimnu-
bólgan breiðast meira út, en raun varð á.
Hvammstanga, 7. nóv. 1928.
Nýjar ritgerdir um sullaveiki eftir F. Dévé
og lærisveina hans.
Frá því eg ritaði greinina um próf. Dévé í Læknabl. í hitteðfyrra (okt.
1926) hefir hann sent mér eftirtaldar, sérprentaðar ritgerðir:
Dévé: Une equivoque au sujet du „Formolage" des kystes hydatiques,
(Normandie Medical, maí 1927).
— Modalités de cholé-péritoine hvdatique, (Revue de Chirurge 1928).
— La cuticulisation des capsules proligéres échinococciques (Annales
de Parasitologie oct. 1927).
— Les kystes hydatiques du cæur et leur complications. (L’Álgérie
médicale, maí 1928).
Ennfremur þessar smágreinar úr „Comptes rendus des Séances de la
Société de Biologie'' 1927, sem allar skvra frá árangri vmsra tilrauna, er
Dévé hefir gert á kanínum.
Dévé: Embolies hydatiques pulmonaires á siége périartériel.
L’anéurisme hydatique.
— Essai de vaccination antiéchinococcique par le sable hydatique tyn-
dallisé.
:— Sable et Lipijodol.
Dévé et Rolland: Échinococcose expérimentale du tibia. Étude histologique.
Dévé et Lacroix: Inoculation échinococcique dans la chambre anterieure
de l’æil du lapin.
Loks hefir Dévé sent mér doktorsritgerð eftir:
Contelen Frederic-Rayrnond: Essai de culture in vitro de scolex et
d’hydatides écchinococciques (París 1926).
Eins og þessi ritskrá sýnir, er Dévc sami iðjumaðurinn, sístarfandi að
hugvitsömum tilraunum og rannsóknunt, til að komast nær sanni um eðli
og háttalag sulldýrsins, og meðferð sullaveikinnar. Og hann er stöðugt á