Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 175 ast innheimtu og leggja L. R. rá8 í lögfræöilegum efnum. Málinu frest- a'Ö, til frekari athugunar, og ályktun engin tekin. Fundi slitirS. Mánud. 17. des. var aukaíundur haldinn í L.R. á venjulegum stað og stundu. I. Gjaldskrár-málid. Nefndin lagÖi fram till. sínar á ný. Umræður spunn- ust allmiklar út af þeim. Kaflinn um almenn læknisverk (A) var afgreidd- ur, en málinu svo frestað til væntanl. aukafundar um áramótin, til endan- legrar afgreiðslu. Fundi slitið. Smág'reinar og athugasemdir. Kleppsspítali. Nýi spítalinn á Kleppi mun sennilega geta tekið á móti fyrstu sjúkling- unúm í mars 1929. Aður en ákveðið verður, hvaða sjúklingum fyrst verður veitt móttaka, er nauðsynlegt að fá sem allra ítarlegastar upplýsingar unt helst alla geð- veika menn i landinu. Til þess hafa verið útbúin eyðublöð, sem læknir þarf að útfylla um hvern þann sjúkling, sent æskt verður upptöku fyrir á spítal- ann. Ey'ðublöð þessi verða að vera komin til undirritaðs, áður en því verður svarað, hvort eða hvenær unt verður að taka á móti sjúklingunum. Að svo rniklu leyti, sent rúm levfir, verða þeir sjúklingar fyrst teknir. sem mest byrði virðist vera að og mestur kostnaður við. eftir því sem upp- lýsingarnar tilgreina. A eyðublaðinu eru tilteknar allar þær aöalupplýsingar, sent nauðsynlegar eru til þess að geta gert sér nokkra grein fyrir hvaða geÖsjúkdómur muni vera að sjúklingnum, aðdraganda sjúkdómsins og horfum. Er þess vænst, að læknir sá, sent útfyllir eyðublaðið, leiti þeirrar anamesis, er hann get ur, hjá aðstandendum og kunningjum sjúklingsins. Eyðublöðin hafa verið send út til lækna 14. nóvember. Lækna-upplýsingum þarf að fylgja skrifleg umsókn um upptöku á spitalann frá sjúklingnum sjálfum. einhverjum af nánustu aðstandendum eða forráðainanni hans. Áður en sjúklingi verður veitt móttaka á spítalann, verður að leggja fram ábyrgð hreppsnefndar eða tveggja valinkunnra manna, á skilvísri greiðslu alls kostnaðar, er af sjúklingnum kann að hljótast. Hvert meðlag verður á dag, með sjúklingum, er óákveðið, en verður ákveðið siðar af dómsmála- ráðunevtinu, og tilkynt þeim, sem hlut eiga að niáli, svo fljótt sent auðið er. Spítalinn áskilur sér rétt til þess að krefjast fyrirframgreiðslu á meðlag- inu fyrir ársfjórðung í senn. Til þess að komast sem næst því, hve mikið allir geðveikir rnenn í land- inu kosta þjóðfélagið, hafa jafnframt eyðublöðunum fyrir læknisupplýs- ingarnar, verið send til læknanna sérstök fyrirspurnarevðublöð um allan bein-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.