Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 20
i/8 LÆKNABLAÐIÐ rússneskir læknar hafi veitt þvi eftirtekt, aÖ í bandvefshylkinu leynist oít smásullir e'Öa scolices, er geti vaxi'Ö fram sí'ðar. En um afdrif sullsjúklinga sinna gefur hann a'Ö eins þær upplýsingar, að á árinu sem liði'ð var frá handlæknamótinu í Rostow við Don 1926 (þar sem hann sagðist hafa haft til þess tima alls 41 sullsjúkling til meðferðar), hafi hann opererað 9 sulla- veika menn (5 lifrarsulli, 1 í milti, 1 í m. longissimus dorsi, 1 á hálsi milli vöðva, 1 i os iliacum). Sagðist hann 5 sinnum hafa gert belgfláttu (þrisvar við lifrarsulli, 1 sinni á hálsinum og 1 sinni við vöðvasullinn i m. long. dors.), 1 sinni gert resectio oss. ilei me'Ö sullinum og þrisvar tekið út sull- móðurina og saumað saman belginn eftir „formolage préalable“. Eftir þess- ar 9 sullaðgerðir misti hann að'eins einn sjúkling; var það eftir burtnám sullmóður og samansaum belgsins — en ekki belgfláttu. Þar \-ar að ræða um mann, aðframkominn — er hafði afarstóran lifrarsull í lob. dexter, og þar að auki ascites og hydropericardium. Napalkow endar grein sína með nokkrum virðulegum og viðurkennandi orðum til dr. Dévé og þakkar honutn hans ágæta brautryðjandi rannsóknarstarf í sullvísindunum. Stgr. Matth. Athugasemd við athugasemd. Ut af orðum háttvirtrar ritstjórnar Læknablaðsins í síðasta tbl., vil eg geta þess, að eg deildi á engan hátt um rétt lækna til eins eða annars í hinni stuttu leiðréttingu minni í september-bla'ðinu. Vildi að eins lei'ðrétta þá mis- sögn hr. J. J., að þeir tveir heiðursmenn, sem hann telur fyrstu tannlækna á fslandi, gætu kallast tannlæknar. — Hitt stendur enn ómótmælt, að mað- ur með tannlæknaprófi settist hér fyrst að 1907. Fleiri orðum mun eg ekki evða um þetta efni. Tel það ekki þess vert. Með þökk fyrir birtinguna. Br. Bjönisson. Hentug áhöld. Læknar þurfa að hafa upp á vasann dælu, sem nota má til minni háttar inndælingu undir húð, í vöðva og blóðæ'ðar, hvenær sem vera skal. Þess vegna verður dælan og holnálarnar að vera sótthreinsuð (aseptisk) ,,í vas- anunV'. Firmað B. Braun í Melsungen (Bez. Kassel), sem býr til Kuhns katgut, laminaria stauta (búnir til úr þöngluin, eins og læknar vita) og allskyns lækningaáhöld önnur handa sjúkrahúsum og læknum. alt af bestu gerð, býr og til dælu 2ja cm3, sem stungið er niður í geymi með áfestu. loftþéttu loki, en auðveldu að opna og loka. Neðri endir geymisins er einnig ine'ð loki, og koma þeim megin inn í dælugeymirinn, gegnum 4 gataða (dælu- endinn gengur i gegnum eitt gatið!) málmþynnu, 3 nálar, sem ganga upp i dælugeymirinn. Sóttheinsunin getur orðið i formalín-gufu (1 formalín- ber sitt við hvort lok). Úr hlið geymisins gengur spenna til a‘ð festa við vestisvasa eða annan vasa. ,,Paratus“ nefnir firmað dælu þessa. og er ]>ar um rétt mál að ræða. Læknar þurfa líka að hafa sótthreinsaða hitamæla upp á vasann, því ann- að er ógeðslegt. Sama firma býr til fyrir þá vasa-geyma, sem lokast loft- þétt. Sótthreinsa má mælana i formalíni, 10% formalín-spiritus eða öðrum sótthreinsunarlyfjum. Þeir islenskir læknar, sem hug hafa á að eignast þessi eða þessu lik haganleg læknisáhöld, einkar vönduð en ódýr eftir gæðum. ættu að fá sendan verðlista frá áðurgreindu firma, sem eg vegna undan- genginna viðskifta, get gefið bestu meðmæli. ól. Ó. Lárussou.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.