Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 10
j68
LÆKNABLAÐIÐ
Choleoystitis et appendicitis gangrænosa perforativa.
Eftir Jónas Sveinsson, héraíSslækni.
ÞaÖ sjaldgæfa tilfelli kom fyrir mig hér á dögunum, aÖ fást viö gang-
ræneraða gallblööru og botnlanga, hvorttveggja i senn á sama sjúklingi.
Sjúkl. var 65 ára kona, heilsuveil hin síðari árin, en hraust þar til fyrir ca.
10 árum. Fór þá að kenna verkjakasta hægramegin í kviðarholinu, neðan-
tii; stóðu þau venjulega skamma stund, og munu þau hafa verið ótypisk.
að frásögn læknis hennar. Fyrir 5 árum breyttist kvilli þessi nokkuð, eink-
um að því leyti, að verkirnir færðust ofar. Geisluðu undan hægra síðubarði
miðju, og fylgdi þeim ógleði, uppsala og jafnvel gula. Síðastliðið vor var
hún óvenju vesöl og fylgdi vart fötum. Aðfaranótt 20. júlí s.l. veiktist hún
skyndilega. Verkir miklir hægra megin í kviðarholi, uppsala og hixti. Hiti
óx ört upp í 40°. Næsta dag skoðuðum við Signröitr Sigurðsson, stud. med.,
fráHúnstöðum sjúklinginn, og var ástand og aðkoma þannig: í mjög litlu
súðarherbergi lá gamla konan og virtist sárþjáð. Hiti um 40 . Resp. 36,
púls 120 irregularis. Respirat. costal, kviður mjög uppþembdur. fætur dregn-
ir að kviði. Stetoskop. pulm. eðlileg. Muscul. déf. Blumberg & Rovsing
positiv. Nokkur deyfa yfir abdomen hægra megin, alt frá curvat. niður
að ligamentum ingv. Nánari rannsókn ógerleg vegna eymsla. Við ex-
ploratio recto-vaginalis fanst fyrirferðaraukning í fossa Dotiglasi. Okkar
diagnosis var: Appendicitis perforat. & peritonitis.
Þessu lik tilfelli koma vitanlega fyrir okkur héraðslækna, — tilfelli, er
krefjast bráðra aðgerða, og er því úr vöndu að ráða. A að operera? Þolir
sjúklingurinn flutning á sjúkrahús? I þessu tilfelli virtist mér operation
sjálfösgð hið allra fyrsta, ekki síst er ástand sjúkl. fór versnandi, og að í
hlut átti gömul og slitin kona. Síðari spurningunni, — þolir sjúkl. flutning,
— svaraði eg hiklaust neitandi. Flutningskuðl, í höndum viövaninga, í mis-
jöfnum veðrum og iðulega yfir vegleysur að fara, er sama og að breyta
skurÖtæku tilfelli í vonlaust. Þá er vitanlega betra að skera sjúklinginn upp
í hreysinu, þó skilyrðin séu að öllu leyti erfið.
Afráðið var því að skera konuna upp i lierbergi því, er hún lá i. Var
það y/2 X 4 álnir, og mjög lágt undir loft, ekkert upphitunartæki og ekkert
borð til á bænum. í skyndi var sótt fjárhúshurð og kössum hlaðið undir,
og fengum við þar hið öruggasta skurðarliorÖ. Til þess að hita upp í skyndi.
undir slíkum kringumstæðum, gefst ágætlega að hella 1 líter af spritti í
hlikkfötu og kveikja svo í. Gefur það góðan hita og langvarandi.
f chloroform-aether nark, var gerður pararektal skurður á venjulegum
stað. Þegar peritoneum var opnað, streymdi út illa lyktandi pus. Append.
vaxinn við retrocoecalt. Reyndist létt að losa hann frá og ganga frá coec-
um. Appendix var mjög bólginn, með drepi að neðan og sprunginn neðst.
Við nánari athugun fanst tumor, er náði frá curvat. niður fyrir nafla.
Tamponeraði eg eftir getu medialt við hann, og greiddi adhesionir gæti-
lega frá. Streymdi þá út purulent gall, illa lyktandi. Skurður lengdur upp
að curvat. Kom þá í ljós, að gallblaðran var feikna stór, með necrotiskum,
hvítleitum blettum á víð og dreif. Wggir þykkir, með bjúgbólgu. A fundus
perforations-op á borð við eineyring, og i opinu gallsteinn. Það reyndist