Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 30
LÆKNABLAÐIÐ 188 Fr éttir. Embætti. Dalahérað hefir verifi auglýst' laust til umsóknar og er um- sóknarfrestur til i. mars T929. Læknir í ólafsfirði. Sigurður Magnússon fyrv. héraðslæknir hefir sest aÖ í ÓlafsfirÖi við Eyjafjör'Ö, og stundar þar lækningar. ÓlafsfirÖingar hafa hingað til átt mjög erfitt um að vitja læknis til Dalvíkur, og hafa því feng- ið styrk úr ríkissjóði til þess að launa lækni, sem fengist til þess að setj- ast þar að. Doctorsrit Gunnlaugs Claessen. Svíar liafa þann siö að gefa einkunn fyrir hverja doktorsritgerð og eins fyrir frammistöðuna við munnlegu vörn- ina. Gunnlaugur Claessen fékk einkunnina „incd bcröm godkiind“ fvrir hvort- tveggja, rit og vörn. Heiðursmerki. Sigurður Kvaran, fyrv. héraðslæknir, sem fluttur er hingað til bæjarins, hefir verið sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnan Magnús Pétursson, bæjarlæknir fékk styrk á fjárlögum til þess að fara til útlanda að kynna sér sóttvarnir, og er hann nú farinn i þá för. Halldór Hansen, læknir hefir um, hríð tekið séi- hvíld frá læknisstörf- um, til þess að geta unnið að visindastarfsemi og lirugðið sér til útlanda. Sveinn Gunnarsson, læknir, er kominn til bæjarins og sestur hér að sem prakt. læknir. Þýskalandsför. Á 2. jóladag hélt Níels Dungal, docent, af stað héðan, áleiðis til Hanibörgar og með honum 9 hinna elstu stúdenta læknadeildar- innar, samkvæmt boði Hamborgarháskóla, sem getið hefir verið um hér í hlltðinu. Lyfjabúðir, tvær nýjar, voru opnaðar hér í Reykjavík í desemlbermán- uði, „Lyfjabúðin Iðunn“, eigandi Jóhanna Magnúsdóttir. cand. pharm., var opnuð þann 16. desember á Laugavegi, og „Lyfjabúðin Ingólfur" í Aðal- stræti þ. 23. desember. Eigandi hennar er P. L. Mogensen, íjtv, forstjóri Áfengisverslunarinnar. Eru nú 2 lyfjabúðir í miðbæ'num og 2 við Lauga- veg, og hafa þær skift svo með sér næturverði, að nú er ávalt hægt að komast i aðra miðbæjarlyfjabúðina og aðra lyfjabúðina rdð T.augaveg á næturþeli. Styrkveiting úr Ekknasjóði lækna. A síðastl. hausti var þessum lækna- ekkjum veittur styrkur, samkv. umsókn þeirra: Frú Rögnu Gunnarsdóttur (ekkju Ól. heitins Gunnarss.) kr. 300,00, og frú Rannveigu Tómasdóttur (ekkju Magnúsar heit. Jóhannss.) kr. 400,00. Lyf og gaddavír. Lyfsölustjóri ríkisins lét svo um mælt nýveriö, í lilaðagrein, að ekki væri vandameira að standa fvrir kaupum á lyfjum en gaddavír! Athugascmdir óþarfar. Innheimtu- og afgreiðslumaður Lbl. er hr. Þorvaldur Jónsson, Grettisgötu 37, Rvík. FKLAGSPRENTSMIÐJAN

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.