Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 185 Sóttarfar í Rússlandi 191^—1922. Styrjöldin, stjórnarbyltingin og hallæriö sem fylgdi, hafÖi eins og kunn- ugt er, djúptæk áhrif á heilsufariö í Rússlandi. Kólera, útbrotataugaveiki. bólusótt, malaria, taugaveiki, skyrbjúgur og aÖrar hungursóttir drápu fólkiö i hrönnum. Þetta er flestum vel kunnugt. Um aðra sjúkdóma var þaö aö segja, að sumir urÖu tíðari en áður, og má þar til nefna hjarta- og æða- sjúkdóma, arteriosclerosis, hypertensio, angina pectoris, anæmia og nokkra fleiri. Ennfremur bar talsvert meira á ulcus ventriculi et duodeni, og var kent um grófu fæði, sulti og andlegum áhrifum. Þetta sýnist ekki gegna neinni furðu. Hitt er eftirtektarverðara, að ýmsir sjúkdómar urðu fátíðari en nokkru sinni áður, og sumir hurfu alveg um stund. Þetta er tekið úr ítarlegri ritgerð eftir W. Horsley Grant, amerískan lækni, sem stóð fyrir hjálparsveit þeirri, er send var frá Bandaríkjunum. Til þess að fá tiltekið með nokkurn veginn nákvæmni, hve mikið vissum sjúkdómum fækkaði og hverjum fjölgaði, tók hann fyrir sjúkdómaskrár nokkurra ára úr Erismansjúkrahúsinu í Leningrad á undan hörmungar- tímanum og meðan á honum stóð. Þessum sjúkdómum fækkaði: Offita. Fyrir og um 1914 voru 0.75% af öllum sjúklingum með offitu. en fækkaði fljótt og hurfu alveg þegar komið var fram á tímabilið 1918 —-1922. Ofdrykkja, og hennar fylgifiskar, hvarf hröðum fetum. 1922 var fullyrt af rússneskum læknum að þeir i 6—7 undanfarin ár, hefðu ekki séð einn einasta delirium-sjúkling. Sykurveiki kom aldrei fyrir, eftir að hallærið var gengið 1 garö og meðan það stóð. Podagra, sást því nær aldrei. Eiturnautnasýki hvarf alveg, þegar leið að 1920—1922. Bólgusjúkdómar í meltingarfærum, svo sem maga- og garnakveí, ristilbólga, botnlangabólga, gallblöðrubólga og gallsteinar sáust sjaldnar og sjaldnar. T. d. fækkaði botnlangaljólgusjúkl. úr 2.3% niður í 0.01%, og gallkveisu úr 4.7% > 0.8%. Þetta virðist benda til að sultarfæði eða sultur einn ætti að geta komið að góöu haldi við meðferð ofantaldra sjúkdóma. — (Brit. Med. Journ. 23. okt. 1926). Stgr. Matth. Nokkur orð um Coieys Fluid. Próf. Rovsing notaði nokkrum sinnum Coleys Fluid með góðum árangri og réði til þess í bókum sínurn, að grípa til þess við óhníftækar meinsemdir. Eg hefi stundum hugsað mér að reyna þetta kynjalyf, en ýmist hætt við það vegna þess, að eg vissi ekki hvaðan ætti að fá þaö, og svo meðfram fvrir trúleysi, þegar á átti að herða. I mörg ár hafði eg ekkert heyrt né lesið um Coleys undralyf, þar til eg las grein eftir Coley sjálfan í Brit. Med. Journal, 29. jan. í fyrra. Dr. William B. Coley er læknir í New York. Hann fann upp þenna vökva sinn 1893. Það er blanda af streptococcus- og bac. prodigiosus-toxini. Hann studdist við þá gömlu reynslu, að illkynjaðar meinsemdir geta rýrnað og stundmn horfið og læknast algerlega af aðvífandi erysipelas. Og kenmr Stundum að haldi, þó að heimakoman fari ekki yfir meinsemdina sjálfa, held-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.