Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 8
i66
læKnablaðið
sjúkl. í 295 skifti. Sjúkl. voru á fótuni (ambulant-meÖferÖ). Mörgum dugÖi
aðeins ein ídæling, en margir þurftu fleiri atrennur, mest ellefu. Það var
fertug kona, með alt að fingurdigra æðaskúlka, og liafði haft þá frá átján
ára aldri. Árangurinn var ágætur. Hún gekk að vinnu sinni allan tím-
ann, meðan lækningin fór fram. Ætíð stifluðust æðarnar að nokkru eða
öllu leyti, og minni æðarnar kipruðust saman án thrombosis. Margir sjúkl.
fengu phlebitis ascendens upp lærið, og tveir þeirra kendu talsverÖra eymsla
og ónota við gang. Þurfti annar þeirra að leggjast. 6 sjúklingar fengu
dálítið æðadrep eftir innspýtinguna, en gátu þó verið á fótum, nema tveir.
Þeir urðu svo illa haldnir, að þeir urðu að leggjast á sjúkrahúsið, og tók
3—4 vikur að gera þá góða. En aldrei fylgdi hiti eða ígerÖarbólga (phleg-
mone) þessu drepi — og lungna-æðakökkur kom aldrei fyrir.
5 sjúkl. höfðu lítil ulccra cruris, og greru þau á meðan á Iækningunni stóð
eða á eftir.
Á fimm af áðurnefndum 140 sjúklingum hafði áöur verið gerður skurð-
ur. Þeim batnaði til fulls við lyfjadælinguna. Síðan Wideröe byrjaði þessa
aðferð. 1926, hefir hann ekki orðið var við afturköst. Yngsti sjúkl. var
26 ára, elsti 68.
Mikill þorri sjúklinganna voru konur, og leituÖu þessarar lækningar af
velsæmis-hvötum. Silkisokkatiskan og samvistir karla og kvenna í Paradísar-
búningi við útiböð, hafa gert æðahnúta hvimleiðari nú en nokkru sinni áður
Það var franski læknirinn Sicard, sem í lok styrjaldarinnar síðustu varð
frömuður, ef ekki höfundur, að lyfjadælingar-aðferÖinni við æðahnúta.
Því sennilega hafa ýmsir fleiri en hann veitt því eftirtekt, aÖ æðahnútar
eyðast af áhrifamiklum lyfjutn, er framleitt geta thrombophlebitis og peri-
phlebitis. Meðal þeirra var t. d. Hanschell sá, sem ritað hefir grein í Brit.
med. journal, March 1928: Notcs on the injection treatment of varicose veins.
Hann segist hafa þegar 1913 rekist á þetta fyrirbrigði. Hann var þá læknir
í Vestur-Afriku. Hann þurfti að spýta kíníni í malaría-sjúkling, en fann
ekki æðina. Hann tók þá til bragðs að spýta inn í æðahnút, sem sjúk-
lingurinn hafði á lærinu.
Hann notaði chloret-chinic. uppleyst í regnvatni (13%). Sjúklingurinn
fékk æðabólgu, sem helst nokkra daga, en honum batnaði malariakastið
og æðahnúturinn datt úr sögunni. Seinna endurtók sama sagan sig fyrir
Hanschell, við að spýta salvarsan inn í varix.
Hanschell segist, bæði af eigin reynslu og annara, hafa lengi vitað, að
æðahnútar geti horfið, bæði eftir ýmsar bráðar sóttir, eins og t. d. tyfus
abdom. og eftir meiösli, þegar inn í slæst æðabólga (thrombosis og peri-
plebitis). Áður fyr var reglan, að láta slíka æðabólgusjúklinga dúsa lengi
í rúminu. Nú vita flestir, að best er að láta sjúklinga þessa hafa fótaferð.
Æðabólgan er m. ö. o. velkomin ,ef hún er ekki alt of svæsin, en best er
að geta stjórnað henni og skamtað hana á réttan hátt, sem aseptiska bólgu,
og í réttum mæli. Og það má gera með vissum lyfjum, — líklega mörgum;
aðalatriðið, að lyfjablaudan sé hypertouisk í hlutfalli við saltblöndu blóðsins.
Hanschell segir frá sjúkl., sem fékk phlebitis i æðahnúta á fæti (legg
og læri) þegar hann var að standa upp úr vægri taugaveiki. Hann vildi
ekki liggja lengur i rúminu, en tókst langa ferð á hendur, meÖ rauðbólgna
saph. magna, frá ökla upp í trigonuin Scarpœ. Æðahnútarnir hurfu, og síÖ-
an fann hann Hanschell að máli, og bað hann gefa sér æðabólgu í æða-