Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 163 heilaírumunnar og endastöðvarinnar. Nú eru til tveir flokkar svæfingarefna: 1 )f lipoid-leysanleg (chloroform, ether, chlorethyl), 2) vatns-leysanleg (glaíS- Þar sem lipoidin eru einkum í kjarna taugafrumunnar, setjast svæfingar- efnin i fyrri flokknum þar aS, lama hann og rjúfa þannig sambandiS. GlaÖloftið aftur á móti er mjög vel uppleysanlegt í vatni, svo að 1 ccm. af NoO uppl. í 1 ccm. af HÓO. Glaðloftið gengur því ekki í samband við kjarnann, svo mjög sem hin, heldur sest að í fryminu og rýfur þannig sam- bandið milli kjarna og endastöðvar (kenning Wielands). Vökvaskiftin eru langtum hægari í kjarnanum en í fryminu, og sambandi'5 fastara milli kjarn- ans og lipoid-leysanlegu efnanna en milli frymisins og glaðloftsins. Því koma verkanir þess svo miklu fyr í ljós og hverfa fyr, en' eftir hin svæf- ingarefnin, eins og frá mun skýrt. Eg sá glaðloftið fyrst notað í Winnipeg í Kanada, en síðar var eg svo heppinn, að njóta tilsagnar Dr. Mc. Kessons í Toledo, Bandar., en hann er einn af brautryðjendunum á þessu sviði, eins og áður er sagt. Kostir þess eru mjög áberandi. Sjúklingarnir eru sofnaðir eftir y—3 mínútur, þótt nokkuð lengri tíma taki að fá fullkomna vöðvaslöppun. Þeir sofa ró- lega, með þægilega drauma og brjótast ekki um. Jafnfljótir eru þeir að koma til sjálfs sín aftur, og minningarnar eftir svæfinguna eru ljúfar. Glaðloftið er lvktarlaust, og sjúklingarnir taka þaö með mestu ánægju. Sekretion eykst ekkert, hvorki úr augum né vitum, og er þannig hættan á lungnasjúkdómum hverfandi. Uppköst eru venjulega engin, né velgja. A fáeinum mínútum er hægt að vekja sjúklinga úr dýpstu svæfingu, svo að þeir tali af viti og þekki þá, sem viðstaddir eru. Það er ekki óalgengt, að vekja þá meðan á aðgerð stendur, og láta þá tala eða hósta, til að reyna á fyrirbönd, t. d. við strumaskurði, og minkar þannig mjög hættan á eftir- blæðingum. Eftir stuttar svæfingar, svo sem við tanntökur og tonsillec- torniur, geta sjúklingar alla jafnan gengið heim til sín. Þeir eru í besta skapi, hlæja og flissa, og vilja gjarnan sofa lengur, því aö oft dreymir þá veðreiðar, kappsiglingar, hnefaleiki e. þ. h., sem þá stundum er ekki lokið, þegar þeir eru vaktir. Sama cr að segja eftir langar svæfingar. Ef maður spyr, hvernig sjúklingnum líði, svarar hann að jafnaði „vel“. Hann getur fljótt farið að borða, því hann hefir enga velgju. Sjúklingnum líður svo miklu Ijetur eftir svæfingu með glaðlofti en með öðrum svæíingarefnum, að þaö er ekki sambærilegt. Það er mjög litið eitrað, ekki parenchym-eitur, eins og ether og chloroíorm, og því sjást ekki siðverkanir eftir það. Enn má teljast kostur, að það er alls ekki eldfimt, svo að menn þurfa ekki að vera hræddir um sprengingu eða íkveikju, þar sem það er notað. Vegna þess, hve efnið er lítið eitrað, er hægt að halda sjúklingum í svæfingu með því lengur en með nokkru öðru efni, sé súrefnisblandan hæfileg. Þar sem ether er contraindiceraöur í flestum tilfellum af acut nephritis, glycæmia, acidosis, sepsis'og acut sjúkdómum í lungum og lungnapípum, má svæfa flesta þessa sjúklinga með glaðlofti, án verulegrar áhættu. Contra- indicationirnar eru fáar. Mc. Kcsson og Clcment segja, að þær séu engar, nema: fákunnátta og léleg áhöld. Asthma hefir verið nefnd, en kemur víst sjaldan að sök. Það hefir verið talinn galli, að erfitt er stundum að fá nægilega vöðvaslöppun, en ráð eru til að bæta úr þvi. Enn hefir verðið verið nefnt; að því mun eg siðar koma.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.