Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ næst diagnosis, a'Ö stinga upjt á þvi sem möguleika, að unt echinococcus væri að ræða. Annars kom hið sanna fyrst í ljós post mortem. Dévé tilfærir eftir öðrum, að Jónassen hafi að eins eitt sinn fundið hjartasull á fslandi. (Eg hefi ekki enn fundið það i bók hans), en hann hætir við, að engan þurfi að undra, þó að slikt hafi ekki oftar fundist, þar sem lieita megi að engar krufningar hafi tíðkast á íslandi fyr en um 1912 (og fáar siðan hefði hann mátt bæta við). Dévé er trúaður á, að takast megi í nálægri framtíð, bæði að greina hjartasulli og að skera þá burtu. Minnir hann á hve hjartakirurgiunni hefir fleygt fram á seinni árum, svo að liæði ameriskir og þýskir læknar hafa ráðist i að gera við lokugalla meö sérstökum verkfærum og tekist furð- anlega. Hinar stuttu greinargerðir um tilraunir viðvíkjandi sullsmitun, scolices- eyðingu og bólusetningu hafa fátt nýtt að bjóða. Af sjö kaninum sem fengu sullhausagraut (sable hydatique) spýttan inn í camera anterior, voru tvær það sterkastar á svellinu, að augun héldust eftir sem áður jafngóð. Hinar 5 urðu hálfgert eða alveg blindar á hinu smitaða auga, og óx þar fram sullur, mismunandi greinilega að vísu, sem fylgja mátti í framþró- un dag frá degi. Líklega fæst engin thermostat hetri til sullræktunar en camera anterior. Doktorsritgerðin, sem síðast er nefnd, segir nákvæmlega frá ræktun sullhausa, eins og Dévé hefir hugkvæmst að koma henni fyrir. En þar finst fátt nýstárlegt. og hefi eg áður skýrt frá niðurstöðunni í Læknabl. ökt.—-nóv. 1926. Ekki hafa tekist tilraunirnar að immunisera dýr með sullvökva eða ,,sable tyndallisé". Og Lipijodol hefir reynst áhrifalaust til að drepa sullhausa. Dévé er óefað mesti sullfræðingur sem nú er uppi. Við íslendingar þurfum að sýna honum sóma, og sýna um leið, að við kunnum öðrum þjóöum fremur að meta hans mikla vísindastarf og ágætu viðleitni í að berjast gegn þeim sjúkdómi, sem lengi hefir sett blett á land vort og þjóð. Læknafélag íslands og Háskóli vor ættu (eins og eg hefi áður sagt), að gangast fyrir því, að Alþingi veiti styrk til þess að honum verði boðið hingað til landsins á komandi hausti. Stgr. Matthíasson. Umburðarbréfið og undirtektirnar. Ur því að komin eru áramót, finst mér tími kominn til þess að gera nokkra grein fyrir svörum lækna, þó ekki hafi allir svaraö enn — eft- ir 7 mánuði! Nokkur afsökun er það, að útsending bréfsins hefir bersýni- lega lent í fyrstu í einhverri óreiðu, þó ekki viti eg hvað valdið hefir, því margir læknar fengu það alls ekki. Þegar þetta kom upp úr kafinu, var það sent á ný til allra utan Rvíkur, sem ekki höfðu svarað. Og þó er ástæða til þess, að minna lækna á, að það er háskalegur vani og ekki samboðinn góðum mönnum, að ,,salta“ bréf sín og skýrslur. Allir hafa tima til aS svara, ef þeir kunna að svara stutt og gagnort!

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.