Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIB GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR RITSTJÓRN: JÓHANN SÆMUNDSSON, JÓN STEFFENSEN, JÚLÍUS SIGURJÓNSSON. 27. árg. Reykjavík 1941. 7.-8. thl. -———— Uni diabetes Eftir Valtý Albertsson lækni. Þegar ég lauk prófi i læknis- fræöi áriö 1923 haföi ég aldrei séö sjúkling með glycosuria, hvað þá heldur diabetes mellitus. Eg komst því á þá skoðun, og' svo býst ég við aö fleirum hafi íarið, að dia- betes væri næsta sjaldgæfur sjúk- dómur hér og að lítil hætta væri á, að rekast á hann í praxis. Þ'eg- ar ég fór að vinna á sjúkrahúsum í Noregi ln á mér mjög í brún, þvi að ég geri ráð fyrir, að á deild- inni, sem ég starfaði mest, hafi 5 —6% af sjúklingunum verið með diabetes mellitus. Þess ber þó að geta, að þá var nýbyrjað að nota insulin. Margir sjúklingar með dia- betes leituðu því til sjúkrahúsanna og það tók mun lengri tíma þá en nú að velja þeim mataræði og á- kveða insulinskammt. Það hefir lengi verið vitað, að diabetes er næsta sjaldgæfur sjúk- dómur hjá sumum þjóðum, svo sem Japönum, Indverjum og Kínverj- um. Hjá Japönum og Indverjum virðist hann þó vera að færast i aukana, einkum hjá efnaðra fólki, og þá helzt hjá þeim, sem samið hafa sig að siðum og háttum Ev-» rópumanna. Jafnvel er þekkt, að diabetes er algengur hjá Gyðing- um. í New York er diabetes-dán- artala Gyðinga hér um bil 80% hærri en annarra ibúa upp og oí- an. Dánartala íra vestan hafs virðist líka verulega fyrir ofan meðallag. Mills komst að þeirri niðurstöðu, að dánartala úr dia- betes ykist því lengra sem drægi frá miðjarðarlínu, með öðrum orð- um því kaldara er loftslagið væri, en harla margar undantekningar eru frá þeirri reglu. Óvist er, hvað algengur diabetes er i ýmsum löndum, ,þar sem ekki eru til nein- ar ábyggilegar skýrslur um sjúk- hngafjölda. Joslin giskar á að í Bandaríkjum Norður-Ameriku muni vera um 500—600 þús. dia- betes-sjúklingar og aðrir áætla þá tölu mun hærri. Samkvæmt skýrsl- um frá Metropolitan Life Insur- ance Company dóu 1935 20,5 af hverjum 100 þús. tryggðum úr diabetes eða nálega helmingi fleiri en úr appendicitis og í sumum samhandsríkjunum hefir dánartala komizt enn hærra. Eru þess jafn- vel dæmi, að hún nálgist eða nái dánartölu úr berklaveiki. í flestum löndum þar, sem skýrslur liggja fyrir, hefir dia- betes dánartala hækkað á siðari

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.