Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ “3 hér er ekki hægt aö ráöleggja sjúk- lingi epli eöa appelsínu, sem senni- lega væri það bezta undir slíkum kringumstæöum. Allir diabetessjúklingar, sem vettlingi geta valdiö, eiga því aö reyna nokkuö á sig daglega. Sé um mikla áreynslu að ræöa, má oft auka kolvetnisskammtinn, og þaö mjög verulega. Próf. Katsch gef- ur suinum diabetessjúklingum, sem stunda erfiöisvinnu, um og yfir 300 gr. af kolvetnum á dag. Þegar matarskannntur er ákveö- inn handa diabetessjúklingi, verö- ur auðvitaö aö taka fullt tillit til allra þarfa hans. Barn þarf tiltölu- lega rniklu meira aö bita og brenna en fullorönir. Er taliö aö 3—5 ára gamalt barn þarfnist So—go hita- eininga pr. kg. og að eggjahvítu- þörf þess sé 3 gr. fyrir hvert kg. Kolvetni má ekki skammta smátt börnum á þessu reki, því aö fita þolist heldur illa sem aöalfæða. Annars eru börn að jafnaði erf- iöustu sjúklingarnir. Þaö er al- kunnugt aö likamshitinn er reik- ulli hjá börnum en fullorönum. Sama er aö segja um kolvetnaþol þeirra. Hjá börnum meö sýkur- sýki getur það breyzt ótrúlega mik- ið svo aö segja frá degi til dags. Að nokkru leyti orsakast þetta af mismunandi áreynzlu viö leiki barnsins, en eins og kunnugt er brennir einnig likami diabetessjúk- lings mun meiri sykri viö áreynzlu en í hvíld. Börn hafa lika litla stjórn á skapi sinu og skiftast þá oft á gleði og sorgir, sem einnig hefir sína þýöingu. Auk þess lækk- ar insulin b’óðsykur hjá börnum mjög ört, en áhrifanna gætir oft ekki eins lengi eins og hjá fullorðn- um. Þá er börnunum mun hættara en öðrum viö aö fá ýmsar infecti- ones — barnasjúkdóma — en dia- betes versnar svo sem kunnugt er viö slíka sjúkdóma. Loks er dia- betes barna jafnan mun alvarlegri en fullorðinna, og þurfa þau næst- um alltaf aö fá insulin. \regna þ.ess, að börn vaxa ört á vissu aldursskeiði, þarf stundum aö auka matarskammt þeirra um allt aö 10% á misseris fresti. Þetta gerir meðal annars meöferðina mun erfiðari og þarf vitanlega •miklu tíðara eftirlit meö þeim en fullorðnum sjúklingum. Af þessum erfiðleikum leiddi, aö ýmsir lækn- ar, meö Stolte i fararbroddi, hafa að heita má horfið frá allri diæt, og gefa börnunum það sem þau langar í og reyna aö haga insulin- skammtinum. sem jafnan þarf með, eftir því hvaö börnin boröa mikið. Mikiö hefir veriö á aðferð þessa deilt, en Stolte og liðsmenn hans þykjast hafa fengið ágætan árangur með „die freie Diát“, sem hann auk þess hefir ráölagt full- orönum sjúklingum. Margir þekkt- ustu diabeteslæknar, svo sem Depisch, Falta, Joslin, Umber o. fk, eru Stolte algerlega andvígir og flestallir munu eindregið ráöa frá aö gefa börnunum sykur, vegna þess hvað hann resorberast fljótt og eykur blóðsykur skyndilega. Og komist börnin upp á að boröa sykur. er hætt viö að úr hófi keyri. Dunlop telur að gefa skuli börn- um með diabetes : g''- gr- gr. 3—4 ára kolv. 120 eggjahv. 52 fitu 70: 1318 kal. (þar af 600 gr. mjólk) 7—8 ára kolv. 130 eggjahv. 65 fitu 105 : 1729 kal. (þar af 600 gr. mjólk) 11-12 ára kolv. 140 eggjahv. 81 fitu 142 : 2162 kal. (þar af 600 gr. mjólk)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.