Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 12 7 Ur erlendum læknaritum. Ræktun á berklabakteríum. — 1 tímaritinu „Proceedintr of the Ro- yal Society of Medicine“, maiheft- inu 1941, g’etur Nassau um nýja aS- ferö til ræktunar á berklabakterí- um hjá sjúklingum, sem engan uppgang hafa, svo sem í tilfellum, þegar holur í lungum eru að gróa (collapstherapia). Aöferöin er í stuttu máli þessi: Farið er með venjulegan, íbog- inn, sterilan hálsprjón ofan i larynx sjúklingsins og sjúklingnum sagt að hósta. Talið er betra að bómull prjónsins sé vætt með sterilu vatni, áður en nota á prjóninn, svo að bómullin taki betur við hóstaúð- anum. Prjónninn er nú settur i 10% brennisteinssýru og haföur þar í 5 mín., síðan settur i 2% natrium- lút og látinn vera þar í 5—8 min- útur. Þessu næst er prjóninum velt yfir Petragnani-æti (mjólkur-, kartöflu-, eggja-æti). Ræktað við 37° hita. Ef vöxtur er enginn eftir 28 daga, er tilraunin neikvæð. Sé ekki hægt að sá strax, er prjónn- inn vafinn inn í pappír, strax og sjúklingurinn hefir hóstað á hann og sendur til rannsóknarstöðvar- innar. Þ. Sv. Fyrir 100 árum voru lifnaðar- hættir fátæklinga í stórborgunum ensku viða bágbornir. Um 1840 var það ekki fátítt, að 4 fjölskyldur byggi í einni litilli herbergiskytru. Frárennsli var mjög ófullkomiö eða ekkert, salerni víða forarsal- erni. Pelatottur úr togleðri þekkt- ust ekki, en húð af kálfsspenum var notuð í þeirra stað og var hún geymd í spiritus. Aðalfæða ung- barna, sem ekki voru á brjósti var brauðsúpa úr hveitibrauði. (Lancet 15. febr. '41.) Bruni. Frakkar nota við bruna o. fl. dauðhreinsaðar, gisofnar grisjupjötlur (tutte gras), sem lagðar eru í blöndu af Vaselinum grm. 98, balsamum peruvianum 1 grm. og ol. olivae grm. 1. Ein pjatla er lögð yfir brunann eða fleiðrið og venjul. rakar grisju- umbúðir yfir hana. Skifting um- búða kvað vera auðveld. „Tutte gras“ fæst í lokuðum blikkdósum. (Lancet 11. jan. '41.) Nikotinsýra við prontosileitrun. Frank Dougthy hefir reynst að „nicotinic acid“ komi að góðu gagni við sulphanilamideitrun: Cyanosis, ógleði, uppköstum o. fl. Hann gaf 20 milligr. þrisvar á dag. McGinthy o. fl. bentu á þetta 1939, svo nokkur reynsla mun vera feng- in á þessu. (J.A.M.A. % '40.) Af syfílis sýktust 796 menn í U. S. árið 1935, af hverjum 100,000 ibúum, í Bretlandi 47 (aðeins sjúkrahús talin), í Danmörku 20/ Sviþjóð 7 og íslandi 5,2. Svo mis- jafnt er þessu góðgæti skift, og eru Ameríkumenn ekki smátækir í þessu fremur en öðru. Nú ætla þeir líka að reka af sér slyðruorð- ið. U. S. public Health Service leggur til, aö blóðrannsókn sé gerö með hæfileguin millibilum á öllum verksmiðjulýðnum, 0g öllum, sem leita sér atvinnu. Af sýktum mönn- um fái þeir einir vinnu, sem ábyggilegt er uin, að njóti fullkominnar læknishjálpar. — Þá skal kenna verksmiðjufólki

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.