Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1941, Síða 35

Læknablaðið - 01.10.1941, Síða 35
LÆKXAB LAÐ1Ð 121 hefir hjá flestum i för meö sér hypöglycæmiíi og kemur hún helzt sem vænta mátti stuttu fyrir kvöld- verö eöa að næturlagi. Á öörum tímum dagsins lækkar blóðsykur stundum of mikið, en full mikil vinna eöa önnur áreynsla er þó oft- ast orsökin. Veröi blóðsykur of lágur aö næturlagi, vaknar sjúk- lingurinn oft meö höfuðverk og aðra vanlíðan og mæling á blóö- sykri leiðir þá jafnan ástæðuna í ljós. Sumum sjúklingum er því ekki hægt að gefa svo stóran skammt af zink protamin insulini, að þaö haldi blóðsykri innan hæfilegra takmarka, þegar fæöu er neytt, án þess að hypoglycæmia verði vart einhvern tíma sólarhrings- ins og þá helzt nocte. Úr þessu má oft bæta með því að minnka nokkuð zink protamin insulin skammtinn og gefa auk þess nokk- uð af venjulegu insulini og má dæla hvorttveggja í gegnum sömu nál- ina, því að margir sjúklingar kveinka sér við tveimur stungum. Sjúklingurinn verður þá að hafa tvær nálar, og skal hann ætíð sjúga gamla insulinið fyrst upp í dæl- una, dæla því síðan undir húðina og færa að því búnu nálina örlítið til. þvi að insulin mega helzt ekki blandazt saman, hvorki i eða utan likamans. Nálin er svo látin sitja undir húðinni meðan zink prota- min insulinið er sogið upp i dæl- una. Bezt er að skola dæluna á eftir úr soðnu vatni og geyma hana síðan i 70% vinanda. Þegar sjúk- lingur fær þannig báðar tegund- irnar samtímis, þarf oft að gefa heldur rífiega kolvetni með næstu máltíð. Martin Drury o. fl. gefa zink protamin insulin vespere, nógu mikið til þess að fullnægja „basal“-þörf sjúklingsins yfir nótt- ina, en venjulegt insulin að degin- um, á undan aðalmáltíðum. Með þeim hætti má vitanlega halda blóðsykri mæta vel í skefjum, en flestir sjúklingar- myndu verða leiðir á þessu sprautufargani, þeg- ar til lengdar léti. Flestir komast af með færri ein- ingar af zink protamin insulini en gamla insulinini. Þarf að hafa það húgfast, ef skift er um insulin, enda æskilegt að það sé gert á sjúkrahúsi, einkum ef insulinþörf- in er mikil. Þegar byrjað er að gefa nýjum sjúklingi zink protamin insulin, er ráðlegast að byrja aðeins með 10 —15 einingar og auka skammtinn hægt og gætilega, eftir því sem þörf krefur. Það er drýgra í verk- unum sínum en gamla insulinið og sé skammturinn aukinn ört, er hann oröinn of stór áður en varir. Einkenni um lágan blóðsykur eftir zink protamin insulin eru oft næsta ólík tilsvarandi einkennum eftir gamla insulinið og er nauð- synlegt að benda sjúklingum á þann mun, ef skift er um insulin. Byrjunareinkenni eftir gamla insulinið eru auk sultar: sviti, hjartsláttur og titringur vegna aukinnar adrenalinframleiðslu. Einkenni þau, sem fara á eftir notkun zink protamin insulins, koma mun hægar og gætir sym- pathicusáhrifa því oftast minna. Venjulega er kvartað um almenna vanliðan, velgju og jafnvel upp- köst, en sennilega er þó höfuðverk- ur algengasta einkennið. Sjúkling- ar, sem fengið hafa heldur mikið zink protamin insulin vakna þvi oft með höfuðverk og er það ærin bending um að athuga skuli blóð- sykur og minnka insulinskammt- inn, ef blóðsykur er í lægra lagi. Þegar sjúklingur með verulega acidosis er tejkinn til meðferð- ar, er sjálfsagt að gefa honum

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.