Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 22
io8 LÆKNA BLAÐIÐ Eins og áöur er getiö nægir oft ekki þvagrannsókn (sykur, aceton, acetedikssýra) ein til þess að dia- gnostisera og fylgjast meö dia- betes. Blóösykur þarf líka aö á- kveða. Á stærri sjúkrahúsum er þaö venjulega gert meö Hagedorn og Jensens aðferö, sem er allflókin og timafrek. Auk þess geymast reagénsar þeir, er með þarf, held- ur illa. Þessi aðferö er því ekki við hæfi practiserandi lækna og’ hér- aðslækna. Aftur á móti eru fáanleg handhæg tæki, colorimeter, t.d. sá, sem kenndur er við Kreselius-Sei- fert. Tæki þessu fylgir nákvæmur leiðarvisir og er hægt með því aö ákveöa blóðsykur á 20 mínútum svo að litlu skeiki. Æskilegt er aö dagana áöur en blóðsykur er mældur, liafi sjúk- lingurinn fengið venjulegt, bland- aö fæöi, þar sem fasta eöa mjög einhæft mataræði getur haft all- mikil áhrif á fastandi blóösykur og sykurþol. Sé fastandi blóösyk- ur yfir 120 mgr.%, er það jafnan talinn vottur um diabetes. Við frekari rannsókn er svo ákveðið sykurþol sjúklingsins ef með þarf. Hagedorn velur skammtinn þannig, aö 1 gr. af drúfusykri upp- leyst í 10 gr. af vatni komi á hvert kg. sjúklingsins. Reynzlan hefir sýnt, að svipaður árangur fæst, þó að fullorðnum manni sé jafnan gefin 50 gr. af drúfusykri, og er það mun einfaldara aö geta alltaf notað sama sykurmagn. Blóösyk- ur er fyrst ákveðinn á fastandi sjúklingnum og síðan %\, %2, %\, 1, 1%2, 2 og 2%2 tíma eftir að syk- urblandan var drukkin. Þvag tekið á undan prófi er rannsakað og einnig þvag, sjem sjúklingurinn kastar eftir 2,%^ tíma. Ekki eru allir á einu máli um það, hvernig lesa eigi úr blóðsyk- urtölunum eða línuritinu, eins og það oftast er kallað. Leggja surnir mest upp úr því, hve hátt og fljótt blóðsykur stígur, en aðrir hve fljótt blóðsykur fellur og enn aðrir fara eftir línuritinu í heild. Á Norð- urlöndum mun almennt talið, að hjá heilbrigðum manni (þ. e. a. s. manni, sem ekki hefir diabetes) megi blóðsykur við sykurþolspróf ekki rísa hærra en 190 mgr. % og að íastandi blóðsykursgildi þurfi að vera náð í síðasta lagi 2j4 tíma eftir að drúfusykursblandan var drukkin. Falta telur, að ef greini- leg hypoglycæmia kemur á eftir, sé það vottur um rikulega insulin- framleiðslu í ííkamanum. Ýmis sjúkrahús í U.S.A. leggja mesta áherzlu á hæð línuritsins og telja, að diagnostisera megi dia- betes með vissu, ef lilóðsykur nær 190 mgr. %. Sé reynt sykurþol á börnum skal að minnsta kosti gefa 1,5 gr. á hvert kg. líkams- þunga. Rétt er að geta þess, að sykur í venublóði er jafnan nokk- uð lægri en í háræðablóði. Venju- lega er munurinn 4 mgr. %, en getur orðið nokkuð meiri. í Bandarikjunum hefir á síð- ustu árum verið notað nýtt sykur- þolspróf, sem kennt er við Exton- Rose, en oft líka kallað „the one hour two doze test“. Byggist það á Staub-Trangott fyrirbrigði þvi, sem fyr var lýst. Aðferð þessi hef- ir þann mikla kost, að hún tekur miklu styttri tíma og færri blóð- sykurrannsóknir eru gerðar. Marg- ir, sem hana hafa notað, telja að útkoman verði lik og með gönrlu aðferðinni. Exton-Rose próf er framkvæmt þannig: 100 gr. af drúfusykri eru leyst upp í 650 gr. af vatni og upp- lausninni skipt í 2 jafna hluta. Fastandi sjúklingur er látinn kasta þvagi og það rannsakað á venjulegan hátt, blóðsykur er á-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.