Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 39
LÆK NAB LAÐ I Ð 125 og acet-ediksýra er í þvagi þeirra. ÁreiSanlega myndu margir sjúk- lingar hafa not af þessari fræöslu, en-sennilega þarf aö gera greinar- mun á rólegum og greindum manni og taugaveikluöum einfeldning. Þeir, sem haldnir eru af sykur- sýki, þurfa aS vita, aS ígerSir og hitasóttir eru mjög varhugaveröar. Insulinþörf þeirra vex þá jafnan mikiö og meiri hætta er á acidosis. Þeir þurfa aS vita aS ef eitthvaö þess kyns er á seiSi, skal tafarlaust leita læknis, og getur hann þá venjulega leyst vandann. Geti sjúklingur í veikindatilfell- um boröaS matarskammt sinn, á hann aö gera þaö og taka insulin eins og til stóö. Kunni hann aö gera sykurpróf, og finni hann syk- ur i þvaginu, má bæta 4—6 eining- um viS insuliniö, en leita þó læknis eins fljótt og auSiö er. Finnist ace- ton og acetediksýra i þvagi, er þaS vottur um aS hætta sé á feröum. Fái sjúklingur bráSan meltingar- kvilla, er ráölegt aö borSa enga fitu, en neyta léttra kolvetua eins og til stóS, og nokkurrar eggja- hvítu lika, ef unnt er. Taka skal þó fullan insulinskammt, og oft þarf meira aS segja aö auka hann nokkuS, ef sykur finnst í þvaginu. Geti insulinnæmur sjúklingur svo aö segja engrar fæSu neytt, er oft heppilegt aö rninnka insulin- skammtinn nokkuö. Hafi sjúkling- urinn notaS gamla insuliniS, má oft gefa allan skammtinn í mörgu lagi, og eru þá látnar liSa 5 stundir milli dælinga. Ef um hitasótt er aö ræSa, þarf meira aS segja oft aö gefa rneira insulin en venjulega. Sykursýlkissjúklingur hefir aS jafnaöi góöa matarlyst. Þverri lyst- in skyndilega, er þaS oft vottur um, aö acidosis sé á uppsiglingu. Ef þaS slys hendir sjúkl. á ferSa- lagi, aS insulinglas eöa dæla hefir gleymst eöa brotnaS, á hann aS boröa helming af kolvetna- og eggjahvítuskammtinum, en enga fitu. AuSvitaS er áriSandi aö úr þessu veröi bætt eins fljótt og auSiö er og tekur hann þá upp fyrri venju sina um fæöi og insulin. Rosknum diabetessjúkliiigum er hætt viö aS fá gangræna, einkum á fótum. Bezta ráöiöt il aS foröast þennan hættulega fylgikvilla, er hreinlæti. Joslin segir, aS ef sjúk- lingarnir hirtu jafnvel fætur sína og andlit, mundi gangræna naum- ast fyrirfinnast. Sjúklingarnir eiga því aS þvo sér daglega um fæturna og þurrka húöina vel á eftir. Ef húö er þur, er gott aS mýkja hana meö lanolináburSi, en heröa skal húöina meö sprittblöndu, ef hún verSur aum. Þessum sjúklingum er nauösynlegt aö klæSast hlýjum sokkum og foröast sokkabönd. sem hindra blóörásina. Skór þurfa aö vera úr mjúku leöri og mega hvergi þrengja aS fætinum. Nýir skór eru jafnan varhugaveröir, og ætti helzt ekki aS nota þá í byrjun, nema nokkra tíma á dag. Sjúklingar, sem komnir eru yfir sextugt, ættu helzt aö leggjast til hvíldar 2 stundir á dag og taka af sér skóna. Líkþorn geta líka ver- iö varhugaverS og ber nauösyn aS leita læknis undir eins og þeirra veröur vart, en umfram allt þurfa þessir sjúklingar aö leita læknis tafarlaust, fái þeir sár eSa ígerö, hversu lítilfjörleg sem hún kann aS viröast. Sjúklingar, sem nota insulin, þurfa aö kunna aö hiröa um dælur og nálar. Ér bezt aö geyma þær í vínanda, en heppilegt er aö sjóöa þær vikulega til varúöar. Læknir- inn skal velja hæfilegar nálar handa sjúklingunum og kenna þeim aS dæla lyfinu undir húSina, en ekki í vööva eöa húSina sjálfa.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.