Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 16
102 L Æ. KNABLAÐIÐ i sólarhringsþvagi. Ef sykur væri t. d. 60 gr. þyrfti sjúklingurinn nálægt 30 insulineiningum. Svo einfalt er nú máliö ekki, því miöur. Falta sýndi fyrstur manna fram á, aö til væru tvær tegundir af diabetes. 1. Sjúklingar, sem væru mjög næmir fyrir insu- lini og þyrftu því litiö insulin til þess aö mikil glycosuria hyrfi, og aö hjá þessum sjúklingum mætti lit'lu muna um dosis, svo aö ekki kæmu fram einkenni um hypogly- cæmia. Hjá þessum sjúklingum kæmi undir eins mikil glycosuria, ef hætt væri aö gefa insulin. — 2. Diahetes, sem lítt væri næmur fyrir insulináhrifum. Sjúklingar meö þessa tegund af diabetes, þyrftu oft margar einingar til þess að halda lítilli glycosuria í skefj- um. Þessir sjúklingar þola aftur á móti mun stærri skammt en nauð- synlegt er til þess aö glycosuria hverfi, án þess að til óþæginda komi, og ef hætt er viö insulin, er glycosuria oft lítlilfjörleg. Hins vegar hefir komiö í ljós, aö þó aö báðar þessar tegundir séu óneitan- lega til, þá er þó mikill fjöldi sjúk- linga 1» i 1 beggja. Einfaldasta ráöið til þess aö finna hversu menn eru næmir fyr- ir insulini, er aö gefa.þeim ákveö- inn skammt af því intravenöst, og fá þeir þá strax á eftir glycose per os eftir stærö. Insulinskammtur- inn er valinn þannig, aö 5 einingar koma á hvern fermeter af yfirborði líkamans, og af glycose koma 30 gr. á hvern fermeter af yfirboröi líkamans. Þetta þykir heppilegra heldur en aö fara eftir þyngd, vegna þess, að hjá feitum mönn- um gæfi þaö ekki rétta hugmynd um insulinnæmi þeirra. Blóösykur er ákveðinn, áöur en insulin er gef- iö, og á eftir meö 10—15 mínútna millibili i 1 klukkutíma. Á þeim tíma gætir hjá sumum sjúklingum mjög mikilla, en hjá öðrum næsta lítilla áhrifa. ' Ef línuritinu er haldiö áfram, t. d. í 3 tíma, sést, aö munurinn er þó meiri í hraöa insulináhrifanna, heldur en í heildarverkuninni. Hjá þeim næmu gætir áhrifanna mest fyrsta klukkutímann, en eru mjög farin að minnka eftir tvo tima. Hjá hinum gætir áhrifanna lítið fyrsta klukkutímann, mun meira þann næsta og öllu meira þriöja klukku- timann. Munurinn á heildarverk- uninni er því oft ekki eins mikill og vænta mætti. Þó má skifta dia- betessjúklingum eftir útkomunni af þessari tilraun i tvo flokka. Er annar næmur fyrir insulini. Hjá þeim verkar insulin mjög fljótt og heldur niöri alimentær hyper- glycæmia. Hjá hinum verkar insu- lin hægt og mun minna og lækkar aöeins að litlu leyti hyperglycæmia. Árangurinn af þessu insulin-gly- cose-prófi er svo borinn saman við blóösykurlínurit sömu sjúklinga. eftir aö þeir höföu fengiö sama skammt af glycose, en ekki insu- lin. Reynslan hefir sýnt, að þeir diabetes-sjúklingar, sem næmir eru fyrir insulini, eru flestir ungir, grannholda og með eðlilegar æöar og tensio. Veikindi þeirra hafa líka jafnan liyrjaö snögglega. í hinum flokknum finnast einkum eldri sjúklingar með hypertensio, arteriosclerosis og adipositas, og sjúkleiki þeirra hefir aö jafnaði byrjaö hægt og sigandi. Þá má geta þess, að flestar infectiones minnka mjög næmi fyrir insulini. Ekki er fullkunnugt um hinn eiginlega eölismun þessara tveggja tegunda af diabetes. Flest liendir til aö hjá þeim insulinnæmu sé raunverulega skortur á insulini. Flestum finnst líklega erfitt aö hugsa sér diabetes án skorts á in-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.