Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 20
io6 cationes, graviditas, traumata, sjúkdómar í taugakerfi, lifrarsjúk- dómar o. fl. Þá er oft hægt af ö'ör- um einkennum að fara nærri um áf hvaða rótum glycosuria er runn- in og útiloka diabetes, einkurn þeg- ar glycosuria stendur aðeins stutt- an tíma. Enn getur verið um að ræða „cyklisk" glycosuria með lágau nýrnaþröskuld, en þó yfir 120 mgr%. Hjá þessum mönnum er morgunþvag sykurlaust, en eftir kolvetnaríkar máltiðir finnst jafn- an sykur í þvaginu. Er því ógern- ingur að útiloka léttan diabetes, nema með rannsókn á sykurþoli sjúklingsins. Hafa líftryggingar- félög leitt rök að því, að-hjá furðu mörgum mönnum, sem höfðu ali- mentær glycosuria án nokkurra einkenna um diabetes, komi síðar sykursýki í ljós. Joslin rannsakaði og fylgdist með 1946 „unclassified" glycosuria tilfellum og fann hann að síðar kom fram diabetes hjá 193, eða 9,9%. R. Lyon Murray fylgdist með 1700 einstaklingum, senr fundizt hafði hjá glycosuria. Af þeim fengu síðar 31,7% dia- betes. Eg hefi séð þess þrjú dæmi, að sjúklingar með einkenni, sem áttu að minna. lækni á diabetes, voru afgreiddir með lyfseðli eða öðrum ráðleggingum, án þess að veruleg skoðun færi fram. Einn þeirra var ung kona. Fékk hún tabl. Easton hjá lækni sínum, til þess að ráða bót á megrun og magnleysi. Hálf- um mánuði seinna kom eg til sjúk- lingsins að næturþeii. Var hún þá orðin mjög somnolent ogacetonlykt svo megn, að það eitt var nægileg't til þess að þekkja diabetes. Annar sjúklingur var barn með mjög svæsinn diabetes. Var það orðið mjög magurt, þrátt fyrir allgóða matarlyst, hafði haft polyuria, LÆKNA B LAÐ IÐ polydipsia og við skoðun fannst polyaclenitis, sem er algengur á börnum nteð alvarlegan diabetes, á meðan þau ekki fá rétta meðferð. Barn þetta hafði fengið ljósböð og þvag sýnilega ekki verið rann- sakað. Þriðji sjúklingurinn var roskin, feitlagin kona með þrálátan pruritus vulvæ. Hafði hún leitað til fleiri en eins læknis og fengið symptomatica. Hjá þessari konu mun þó morgunþvag hafa verið -rannsakað einu sinni að minnsta kosti, en það reyndist jafnan syk- urlaust, þrátt fyrir háan blóðsykur. I sólarhrings þvagi fannst aftur á móti allmikill sykur. Pruritus batn- aði við breytingu á mataræði. Komi læknir til sjúklings, sem er meðvitundarlaus, verður meðal annars að hafa coma diabeticum í huga. Coma getur stundum borið svo bráðan að, að jafnvel aðstand- endur viti ekki um undanfarandi lasleika. Helztu sjúkómar, sem gefa lík einkenni og því geta kom- ið til greina eru: Hæmorrhagia cerebri, einkum hjá eldri sjúkling- um, urærnia, meningitis og aðrar mjög toxiskar infectiones, sömu- leiðis eitranir, einkurn barbitur- sýrueitranir og síðast en ekki sizt insulinhypoglycæmia, ef vissa eða grunur er um að sjúklingurinn hafi notað insuliri. Joslin o. fl. geta þess, að byrj- andi coma geti likst mjög appendi- citis acuta: Uppköst, miklir maga- verkir, defence. Þó geri ég ekki ráð fyrir, að oft sé erfitt að greina þar á milli. Verður læknirinn þá jafnan, ef grunur er unr coma, að ná i þvag og leita að sykri, aceton og acetedikssýru. Öruggasta ráðið til þess að greina á milli coma og insulin- shocks er vitanlega að rannsaka lílóðsykur, en tæki til þess eru þá oft ekki við hendina. Þvagskoðun

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.