Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 24
IIO LÆKNAB LAÐ IÐ tíma heldur en eftir l/2 tíma og er það talið benda á diabetes, þó að hækkunin nemi aðeins io mgr.%. Hjá þeim, sem ekki höfðu diabetes, var nærri undantekningarlaust um talsverða lækkun að ræða eftir klukkutíma (borið saman við blóð- sykur eftir hálftima). Allir, sem höfðu 180 mgr.% eða meira eftir i tíma, höfðu greinilegan diabetes. Enginn þeirra, sem hafði 154 mgr. % eða minna eftir 1 klukkutíma var með sykursýki. Þeir sárafáu, sem eftir 1 klukkutíma höfðu blóðsyk- ur á milli 154 og 180 mgr. % til- heyrðu annaðhvort normal eða latent flokknum. Þeir urðu því að teljast vafasamir, en slik tilfelli komu líka fyrir við gamla sykur- þolsprófið. MEÐFERÐ. Franz Depisch byrjar bók sína: Die Diát und Insulinbehandlung der Zuckerkrankheit, þannig: ,,Die Behandlung der Zuckerkrankheit gehört zu den dankbarsten Aufgab- en der inneren Medizin.“. Þetta er áreiðanlega rétt og sérstaklega geta þeir djarft úr flokki talað, sem mikla reynslu hafa fengið. Bók- vitið eitt nægir ekki. Á sjúkrahús- um, þar sem eg dvaldi erlendis, var það jafnan 1. aðstoðarlæknir, sem ákvað mataræði og insulin- skammt sykursýkissjúklinga. Þeg- ar læknaskipti urðu, sem tvisvar kom fyrir i minni tíð, íannst mér eitthvað ólag komast á meðferð- ina. Sykur jókst hjá sumum, aðrir fengu insulineinkenni o. s. frv. — Þetta lagaðist svo smám saman og með tneiri æfingu komst allt aftur í eðlilegan farveg. Þetta má þó ekki fæla neinn lækni frá þvi að taka diabetessjúkling til meðferð- ar, þegar nauðsyn krefur og árang- urinn af meðferðinni getur meira að segja orðið ágætur hjá viðvan- ingnum, ef hann leggur sig fram, hefir nokkurn bókakost og nennir að lesa. í ambulant praxis er lækninum ekki alltaf um að kenna þó að illa gangi. Sumir sjúklingar' virðast aldrei geta lært að hlíta settum reglum. Þeir gleyma diæt, gleyma jafnvel stundum insulini og er þá ekki von að vel fari. Margir telja það mjög nauðsyn- legt við meðferð sykursýki, að fá sjúklingana til þess að skilja eðli sjúkdómsins, án þess þó um leið að vekja hjá þeim hræðslu og von- leysi. Flestir hugsandi menn munu halda betur reglur, ef þeir skilja tilganginn með þeim, heldur en að hlýða í blindni. Aðrir virðast því mótfallnir, að fræða sjúklingana ,,of mikið". Sumir sjúklingar þoli ekki að heyra sannleikann um sjúkdóminn, og geti því fræðslan gert þá að taugaveikluðum aum- ingjum. Joslin bendir á, að af 400 lækn- um, sem hann hefir haft til meðferðar vegna diabetes, hafi jenginn dáið úr coma. Þess vegna verði sjúklingunum aldrei kennt of. mikið. Að vísu hefir læknirinn ólikt betri aðstöðu til þess að sjá um sig en venjulegur sjúklingur. sem reynt hefir verið að fræða um diabetes, en hitt er þó víst, að greindum, athugulum sjúklingi má mikið kenna til þess að íylgjast með sjúkdómnum og hjálpa til að forðast fylgikvilla. Meðan mataræði var eins t'á- breytt og einstrengingslegt eins og tiðkaðist fyrir 1—2 áratugum. var sjúklingunum naumast láandi, þó að þeir yrðu feiðir á lífinu og matnum og leggðu jafnvel árar í bát.'En mataræði hefir smám sam- an breyzt, og flestir hallast nú að diæt, sem ekki er mjög fjarri þvi. sem heilbrigðir menn leggja sér til

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.