Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 19
L Æ K N A B L A Ð I Ð brugðið acetylsulfanilamið, að acetyl kemur í stað vetniseind- ar í sulfamiðkeðjunni. Acetyl- sambönd þau, sem myndast í líkamanum, mega heita gagns- laus til lækninga. Að sumu leyti eru þau eitraðri en móður- efnin, og flest þeirra leysast lítt upp í líkamanum. Er því mikil hætta á útfellingu í þvagfær- um, og getur það valdið blæð- ingum og nýrnaskemmdum. Acetylsamböndin verða ekki ákveðin í blóði og þvagi á sama hátt og venjuleg súlfalyf. Þeg- ar búið er að sjóða þau í svru og lút, má fyrst ákveða þau á venjulegan hátt (Bratton og Marshall). Það er mikill galli á sulfa- lyfjum, ef acetyltengingin er mikil, og verður að gera þá kröfu til góðra lyfja, að svo sé ekki. Ef acetyltenging þekktushi lyfjanna er borin saman, kem- ur á daginn, að sulíapyridin er lang lakast. Virðist stundum allt að % hlutar þess breytast og verða gagnslausir. Venju- lega mun þó ekki nerna 30% af því fara forgörðum. Hjá sulfathiazol, sulfadiazin og sulfanilamíð er acetyltenging- in mun minni. Sulfalyf finnast i svita, munnvatni, konumjólk, og berast í gegnum fylgjuna til fóstursins. Lyfjamagnið i mjólkinni er þó of lítið til þess að vera neinn læknisdómur 7 fyrir barnið og því næsta lítil hætta á eiturverkunum, nema ef um hálfgert ofnæmi væri að ræða. Líkaminn er fljótur að losa sig við sulfathiazol og sulfan- ilamið og verður þvi að gefa lyfin með stuttu millibili, ef haldast á jafnt magn í blóð- inu. Einkum á þetta við um sulfathiazol. Hefir stundum borið við að ógerlegt var að halda jöfnu magni i blóði, þó að gefinn væri ríflegur skammt- ur á 4 tíma fresti. Mun lengur cr líkaminn að losna við sulfa- diazin, lengst dvelst þó sulfa- merazin í líkamanum. Er það tiltölulega nýtt efni, sem ef til vill verður allmjög notað, er tímar liða. Virðist oftast nægja að gefa það á 8 tima fresti. Kostur er, að líkaminn losi sig sem fyrst við efnið, ef vart verður alvarlegra eiturverk- ana. Hinsvegar hefir verið reynt, með góðum árangri, að gefa litla skammta af sulfalyfj- um til þess að fyrirbyggja men- ingitis, scai’latina, gonoirboe o. fl. sjúkdóma. Er þá imkib- vert, að bafa lyf, seni ekki hrip- ar út úr likamanum, jafnört og það er gefið. Líkamanum gengur inisjafa- lega greiðlega að losast við sulfalyfin, eins og fyrr tr s igt. Tenging þeirra við plasmahvit- una eða vissar fruinur Iikum- ans ræður ef til vi II nokkuru. Meira máli skiptir ]>ó lyfja-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.