Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 30
18 L Æ K N A B L A Ð I Ð og önnur almenn einkenni fylgi. Margir gætnir liúðlækn- ar telja þvi, að sulfalyf eigi fyrst og fremst að nota við þá húðkvilla, sem illa gengur að lækna á annan liátt. Stundum eru gefnir svo litl- ir skammtar af sulfalyfjuni, að ekki er hægt að húast við neinum verkunum. Nýlega var eg kallaður lil sjúklings með háan hita, vegna lymphangitis út frá brunasári. Sjúklingur þessi hafði fengið sulfanilamið og af því átti hann að taka 1 tölu 2—3 á dag. Slikir skammtar eru gagnslausir og verra en ])að. Eiturverkanir. Mikið hefir verið rætt og rit- að um eiturverkanir sulfa- Ivfja og virðast sumir læknar óttast þær svo mjög, að þeir hika við að gefa stóra skammta af lyfjunum, þó að ástæða sé til. Banvænar eitranir eru ekki ýkja tíðar. Er talið að við venj ulega lungnabólgumeð- ferð, deyji einn af hverjum 1600, sem sulfalyf fær, beint af eiturverkunum þess. Þess ber þó að gæta, að við lungnabólgu er lyfið venjulega notað fáa daga og því næsta lítil bætta á agranulocytosis, sem naum- ast kemur fyrir nema að lyfið hafi verið notað mun lengur. Hins vegar eru eiturverkanir sulfalyfja svo algengar og al- varlegar að sjálfsagt er að við- hafa alla varúð. Ég man eftir 2 sjúklingum, sem fengið höfðu venjulega lungnaskammta í 4 —5 daga, með góðum árangri að því er virtist. Ifiti varð eðli- legur og lungnaeinkenni hurfu. Þrátt fyrir þetta voru sjúkling- arnir svo ótrúlega lengi að ná sér, að ég gat ekki skýrt það á annan hátt, en sem afleið- ingu af lyfjanotkuninni. Ekk- ert gat ég fundið hjá sjúkling- um þessum, nema lítilsháttar hækkaðan icterus index hjá öðrum þeirra. Því fer líka fjarri að fullgild skýring fáist á öllum eiturverkunum sulfa- Jyfja. Örsjaldan koma í Ijós alvar- leg einkenni, þegar eftir fyrstu inntökur og það eins lijá þeim, sem aldrei höfðu áður neytt sulfalyfja. Hér getur ekki ver- ið öðru til að dreifa en með- fæddu ofnæmi (primær idio- syncrasie). Ef ungum tilraunadýrum eru gefin sulfalyf um lengri tima, þrífast þau illa og hætta að vaxa. Orsökin mun vera sú að lyfin útrýma vissum gerlateg- undum úr meltingarfærum dýranna, en einmitt þessir gerlar framleiða fjörvi og ef til vill önnur efni, sem eru nauðsynleg fyrir vöxt og við- gang dýranna. Sjaldgæft mun, að þess háttar einkenna verði vart á mönnum, en þó er það

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.