Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 44
32 L Æ K N A B L A Ð I Ð hálsinn. Þetta var reynt nokkr- um sinnum, en ekki var ein- leikið, livað þessi stirðleiki var mikill og ósjálfráður í kjálk- unum á drengnum. Um tann- töku virtist ekki vera að ræða og liálskirtlar voru ekki hólgn- ir utan á hálsinum. Sjúkl. virt- ist hress að öðru leyti, hitalaus. Eg lét liann því fara heim með fyrirmælum um að láta mig vita strax og eitthvað gerðist með drenginn. Seinna um dag- inn kom faðirinn aftur til mín og segir, að drengurinn hafi fengið krampa í andlitið og orðið stífur og ranghvolft í sér augunum. Mér flaug nú strax í hug, að liér væri tetanus á ferðinni, og skrifa strax recept upp á tetanus lækningaserum og sendi föðurinn eftir því í hvelli, en fór sjálfur af stað til sjúkl., sem bjó lítið eitt út úr bænum (sveitabýli). Þegar eg kom þar, var sjúkl. með greinilegan risus sardonic., stífleika í hnakka og útlimum, og eftir stutta leit fann eg hálf- gróið sár um lméð á öðrum fætinum. Þegar serumið kom, gaf eg 10 þús. A.E. og lét strax flytja sjúkl. á Sjúkrali. Vestm. Þar var liann svæfður og mænustunga gjörð og dælt inn 20 þús. A.E. intraduralt. Síðan var sárið exciderað og sjúkl. einangraður í dimmu herbergi. Seinna um kvöldið var aftur gefið 20 þús. A.E. intramusc. og intravenöst. Krampaköstin rénuðu lield- ur um kvöldið, en drengurinn var órólegur, með starandi augnaráð og stífa drætti í and- liti, nasavængirnir hreyfðust. Nóttina eftir fékk hann 2 vond krampaköst. Hann hafði feng- ið 50 þús. ein. fyrsta daginn. Morguninn eftir, þ. 14. júni, var liiti 38.7°, köstin voru að- eins vægari. Hann fékk bróm- ural supposit. og hydras chlor- alic. -(- glucoseupplausn (5%) í klysma. Þá var og dælt 10 þús. ein. inn í vöðva og var svo gjörl daglega allan timann til 23. júní að köstin fóru að devja út. Hiti hélzt þangað til 24. júní og krampaköstin blossuðu upj) aftur milli 18. júní og 21. júni. Þá var meira serum gefið (20 þús. ein. dagl.). Loks smádró úr köstunum, chloralglucóse- upplausnin virtist gagna bezt til að vinna móti krömpunum og lil að veita sjúkl. svefnfró, sem oft vildi ganga erfiðlega. Hann fór lieim þ. 1. júlí 1941, en var mestallt sumarið að ná sér; einkum var liann slappur í fótunum og móðir hans þurfti að bera hann út á tún í sól- skinið, lengi á eftir. Hann virð- ist nú hafa náð sér til fulls. Báðum sjúkl. var gefið lýsi. Vestmannaeyjum, 30. jan. 1945. E. fíuttonnsson. Heimildir: Ornefni í Vestm,- eyjum eftir dr. Porkel Jóliannesson. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.