Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 24
12 LÆKNABLAÐIÐ keðju eða klasasýkla, er við- haldsskammtur oftast 1,5 gr., að minnsta kosti fyrstu dag- ana, og er sá skammtur einn- ig gefinn á 4 tíma fresti. Ekki þykir þó ráðlegt, að hætta al- veg við lyfið, fyrr en sjúkling- urinn hefir verið hitalaus í vikutíma. Börnum, sem liafa lungna- hólgu, er ákveðinn fyrsti skammtur þannig, að 0,10— 0,15 gr. komi á hvert kílógr., og síðan tekur barnið af þeim skammti á 6 tíma fresti nótt og dag. Við mjög alvarlega sýkingu þarf helzt að haga lyfjagjöfinni þannig, að 15 mgr. af lyfinu, finnist í 100 cm3 af blóði sjúklingsins, en ekki er auðvelt að fylgjast með því ncma í sjúkrahúsi. Við vægari keðjusýklasýkingu, er byrjun- arskammtur venjulega 5 ctgr. á hvert kg., bæði handa börn- um og fullorðnum. Við alvarlegar sýkingar, er sulfanilamið skammtað þann- ig, að 0,10 gr. komi á hvert kilógram, en síðan er % af þeim skammti gefinn á 4 tíma fresti nótt og dag, þangað til sjúklingurinn hefir verið hita- laus í 3 daga. Má þá minnka lyfjagjöfina, en oft er óráðlegt að hætta alveg við lyfið fyrr en vilcu eftir að hiti hvarf. Við keðjusýklasýkingu nægir, að lyfjamagnið í 100 gr. af blóði sé 10 mgr., en við heilabólgu þarf það að vera nálægt 15 mgr. Sulfapyridin og Sulfatliiazol. Fullorðnum sjúklingum með pneumonia crouposa er gefið í byrjun 4 gr. af sulfathiazol eða sulfapyridin og síðan I gr. á 4 tíma fresti nótt og dag, þangað til sjúklingurinn hefir verið hitalaus í 3 daga. Börn- um sem vega minna en 25 kg. er byrjunarskammturinn val- inn þannig, að 0,15 gr. komi á hvert kg., en síðan er % af þeim skammti gefinn á 4 tíma fresti nótt og dag, þangað til barnið hefir verið hitalaust í 1V2 sólarhring, því að minni hætta er talin á að sýkingin hlossi upp aftur hjá börnum en fullorðnum, þó að svo fljótt sé hætt við lyfið. Við alvarlega sýkingu af völdum klasasýkla eru gefin 4 gr. af sulfathiazol í byrjun, og síðan 1,5 gr. á 4 stunda fresti nótt og dag, þang- að til sjúklingurinn hefir ver- ið hitalaus í 2—3 daga. Má þá minnka lyfagjöfina, þó að halda verði henni áfram nokkra daga. Velja má börnum furðu stóra skammta af sulfathiazol, ef nauðsyn krefur. Við hættu- legustu sýkingu af völdum klasasýkla, er börnum, sem vega allt að 20 kg. valinn sulfa- thiazolskammtur þannig, að í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.