Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 33
L Æ KNABLAÐIÐ 21 ástandið stundum áþekkt því, að sjúklingurinn liefði fengið sér iiressilega í staupinu. Þeir, sem lyfin nota og ferlivist liafa, niega þvi ekki aka bifreið eða vinna áhættusama vinnu. Er talið að mörg flugslys hafi orð- ið í núverandi styrjöld vegna þess, að flugmennirnir voru undir áhrifum lyfjanna. í þessum efnum eru sulfapyrid- in og sulfanilamið viðsjárverð- ust, en þó liefi eg séð mann verða „viti sínu fjær“ eftir hóf- legan skammt af sulfadiazini. Þrálát polyneuritis var al- geng eftir notkun sulfametliyl- thiazols og ulirons, sem notað var mikið um eitt skeið. Nýj- ustu og mest notuðu sulfalyf- in geta líka verið varhugaverð í þessum efnum, og er senni- lega þeim sjúklingum liættast, sem eru í liraki með B-fjörvi. Cyanosis er algeng eftir notk- un sulfanilamiðs og sulfapyr- idins. Orsökin mun vera sú, að methæmoglobin myndast, en sjaldan kveður svo mikið að þessu, að veruleg liætta stafi af, nema helzt hjá mjög hlóð- litlum sjúklingum. Að jafnaði má ráða hót á cyanosis með því að gefa 1% upplausn af methylenbláma í æð, og er tal- ið liæfilegt að 1 mgr. af litar- efninu komi á hvert kg. sjúk- lingsins. Fyrir nokkrum árum var tal- ið hættulegt að gefa brenni- stein eða hrennisteinssúr sölt með sulfalyfjum og álitið, að af því gæti leitt sulfahæmo- glohinæmia. Nú er sú skoðun ríkjandi, að brennisteinslyf séu ósaknæm með öllu. Acidosis og ketosis verður helzt vart eftir notkun sulfa- nilamiðs. Alkalia eru að sjálf- sögðu notuð við acidosis og auk þess þrúgusykur, ef ace- ton finnst í þvagi. Hiti af völdum sulfalyfja er talsvert algengur. Oft er skjálfti, úthrot og eitlaþroti honum samfara. Algengast er að hitinn blossi upp 8—9 dög- um eftir að hyrjað var á lyfja- gjöfinni og getur hans stund- um fyrst orðið vart allt að sól- arhring eftir að liætt var við lyfið. Sé lengra um liðið, má telja víst, að hitinn sé ekki af völdum lyfsins, lieldur hafi sýkingin hlossað upp að nýju. Hitinn getur þó komið þegar á fvrsta degi, ef sjúklingurinn er áður orðinn ofnæmur fyrir sulfalyfjum. Oft er erfitt að þekkja lyfjahita í byrjun. Mjög er grunsamlegt, ef verulega hefir brugðið til bata, en síðan hækkar hitinn skyndilega, þrátt fyrir áframhaldandi meðferð. Ráðlegt er að liætta þegar við lyfið og lífsnauðsyn má það teljast, ef útbrot og eitlaþroti eru liitanum samfara. Hiti er lieldur sjaldgæfur eftir notkun sulfadiazins. Mætti því, ef mik-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.