Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 41
L ÆKNABLAÐIÐ
29
cr, munu að vísu ekki kunnar
aðrar rannsóknir á F i drykkj-
arvatni liérlendis en þær, er
Kaj Roholm framkvæmdi áriö
1935. Hann rannsakaði þá 35
sýnishorn af drykkjarvatni i
V.-Skaftafellssýslu og Rangár-
vallasýslu, og reyndist F frá
0—0.(5 mg/1. (Sundurliðaða
skýrslu um þessar rannsóknir
hefi eg ekki séð). Og voru
valnshólin ýmist uppsprettur,
hrunnar eða lækir. Auk þessa
rannsakaði Roholm vatn úr 20
hverum og laugum og fann 1.4
—13.3 mg/1 af F.
Nú er almennt lalið, að fyrir
svo sem 100 árum liafi tann-
skemmdir verið miklum mun
fátíðari liér á landi en nú á
dögum, en vart verður séð, að
ástæða sé til að ætla, að um
verulegar breytingar liafi ver-
ið að ræða á F-magni vatnsins
á þessu tímabili, fremur en áð-
ur, a.m.k. utan gossvæðanna.
Er trúlegt, enda stutt af rann-
sóknum Roholms, að neyzlu-
vatn sé víðast hér á landi F-
snautt — því að það er víð-
ast yfirborðsvatn eða grunn-
vatn, — og komi því í lægsta
flokk, sbr. töfluna hér á und-
an (eftir Dean). Tannskemmd-
ir barna í sveitum virðast þó
(skv. manneldisrannsóknunum
1935—1940) tæplega liafa verið
meiri en í beztu flokkum De-
ans, þ. e. þar sem mest var um
F í vatninu. Aftur á móti virð-
ast kaupstaðabörnin helzt sam-
bærileg við miðflokkinn (F 0.5
-0.9 mg/1).
En þótt svo reyndist, að ekki
væri sjáanlegt samræmi hér
milli F-magns í vatni og tann-
skemmda, eða á annan veg en
í þeim héruðum Bandaríkj-
anna, sem hér greinir frá, af-
sannar það ekki, að F hafi
nokkurt gildi fyrir styrkleika
tannanna, því að fleiri leiðir
eru lil öflunar F en úr drykkj-
arvatni. Ef fluormagn matvæla
væri tiltölulga meira en vatns-
ins, gæti fluormagn vatnsins
verið mjög lélegur mælikvarði
um heildar fluor-neyzluna. Um
F í fæðutegundum er svo lítið
vitað enn, að á því verður ekk-
ert byggt um það, hve mikið
þannig fæst í daglegu fæði.
Eins og áður var getið, fann
Roholm miklu meira F í hvera-
og laugavatni (1.4—13.3 ing/1),
líklega oftar en hitt svo mik-
ið, að húast mætti við meiri-
háttar tanndílum, ef slíkt vatn
væri notað eingöngu. Það mun
þó hvergi tiðkast, enda getur
hann þess, að á ferð sinni aust-
ur í sýslur, liafi hann hvergi
rekist á fólk, cr bæri þess
merki.
Ekki mun enn kunnugt um
F-magn í hitaveituvatni
Reykjavíkur, og væri það þó
ekki ófróðlegt í þessu sam-
bandi. Ef ekki reyndist meira
en um 1 mg/1 af F í þvi, mætti
frekar búast við góðum á-
rangri, ef það væri að einhverju