Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 32
20 L Æ K N A B L A Ð I J) er því næst valinn sá skammt- ur, sem þurfa þykir. Eðli sjúkdómsins ræður vit- anlega mestu um, hvernig læknirinn liagar sér, ef sulfa- lyf þolast illa. Ef um er að ræða mjög alvarlega sýkingu, sem trauðla hatnar, nema sulfalyf séu notuð, verður læknirinn að tefla á tæpasta vaðið og halda áfram meðferðinni meðan fært þykir. Stundum er þá til bóta að skipta um lyf, og verður þá sulfadiazin oft þrautalending- in. Á hinn bóginn væri það ó- fyrirgefanlegur glannaskapur og galpræði, að halda áfram að nota lyf, sem reynst getur hættulegra en sjúkdómur sá, sem það á að lækna. Þegar að því kemur, að nóg fæst af penieillini, verður hæg- ara um vik fyrir lækna. Sér- staklega verður þægilegt að gripa til þess þegar sulfalyf þolast illa og ef til vill á peni- eillin eftir að leysa sulfalyf af hólmi, að verulegu leyti. Helzt þarf að liafa daglegt eftirlit með sjúklingum, sem fá sulfalj'f, bæði til þess að sjá um að þeir taki sinn rétta skammt, fylgjast með gangi sjúkdóms- ins og vera á verði, ef bóla tckur á eiturverkunum. Það verður aldrei um of brýnt fyr- ir sjúklingum að drekka mik- ið með lyfjunum og má sólar- hringsþvag fullorðinna helzt ekki vera minna en \]/2 litri. Einkenni frá nýrum, svo sem hæmaturia, oliguria og jafnvel anuria, eru talsvert algeng, sé þessa ekki gætt. Ef hægt er að koma því við, ætti að telja og flokka livít blóðkorn á 3., 5. og 8. degi, einkum ef stórir skammtar eru notaðir. Þurfi að nota lyfin lengur en viku, er enn meiri ástæða til blóð- rannsóknar, og má þá stund- um finna byrjandi agranulo- cvtosis í tæka tíð. Að lokum skal lauslega drepið á helztu og alvarlegustu einkenni, sem vart verður, eft- ir notkun sulfalyfja. Velgja og uppköst eru mjög algeng, ef sulfapyridin er not- að, og oft verður þeirra vart, fái sjúklingurinn sulfanilamið. Revnandi er að mylja lyfjatöl- urnar og taka þær síðan í mjólk eða mucilago tragacant- hae. Alkalia virðast líka draga úr óþægindunum. Ef mikið kveður að uppköstum, er sjálf- sagt að reyna önnur lyf, sem að jafnaði þolast betur (sulfa- diazin eða sulfathiazol). Sé þess ekki kostur, eða valdi þau lyf líka óþægindum, er reyn- andi að gefa helmingi minni skammt á 2ja stunda fresti. Ekki er að jafnaði ástæða til að hætta við sulfalyf vegna uppkasta, en stundum geta þau þó verið undanfari alvarlegri tiðinda. Einkenni frá taugakerfi eru svimi, höfuðverkur, svefnleysi og jafnvel confusio mentis. Er

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.