Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 36
24
L Æ K N A B L A Ð I Ð
kveisa, en stundum eru verkir
litlir eða engir. Þvag' verður
litið og við smásjárskooun
finnst mikið af sulfakristöllum
og rauðum blóðkornum. Stund-
um er þvag mjög blóðlitað, en
eðlilega mikið, og virðist þá al-
kaligjöf koma að góðum not-
um.
Sulfonamið nephrosis er
fylgikvilli, sem oft er erfitt að
átta sig á. Þvag verður jafnan
lítið, og finnst í því meira eða
minna af eggjahvítu. Mestu
máli skiptir þó, að sulfalyf og
þvagefni safnast fyrir í blóði
og líkamsvessum, vegna lélegr-
ar nýrnastarfsemi. Samfara
þessum nýrnaeinkennum hef-
ir stundum sézt hepatitis, anæ-
mia og leucocytosis. Getið hef-
ir verið um neplirosis eftir
næsla litla skammta af sulfa-
lyfjum.
Ef fyrirbyggja á þessa fylgi-
kvilla, verður að gæta þess, að
diuresis sé mikil frá byrjun og
gefa saltvatn undir húð eða í
æð, ef annað dugar ekki. Að
sjálfsögðu skal rannsaka þvag
eins oft og við verður komið
og ákveða lyfjamagn og urea
í blóði, ef ekki virðist allt með
felldu, og þess er nokkur kost-
ur. Gætileg alkalimeðferð frá
byrjun, getur einnig fyrirbyggt
útfellingar. Kemur hún að
mestum notun, ef sjúklingur-
inn fær sulfadiazin eða sulfa-
thiazol, en dugar síður, ef sul-
fapyridin er notað. Sá hæng-
ur er á alkalimeðferðinni, að
nýrun virðast losa sig nokkuð
örar við sulfalyfin, og er því
nokkur hætta á, að lyfjamagn-
ið verði heldur minna en ella
í líkamanum. Komi oliguria,
er liyggilegast að hætta við lyf-
ið en gefa saltvatn og sol. glu-
cosi hvperton í æð. Þá hefir
verið ráðlagt að gefa amino-
pliyllin og aðrir telja stuttbylgj-
ur í gegnum nýrun beztu lækn-
inguna, ef liægt er að koma
þeim við. Verði þvaglát von
bráðar eðlilegt, má gefa sjúk-
lingnum sulfanilamið, ef lík-
ur eru til að það komi að haldi.
Önnur sulfalyf eru mjög var-
hugaverð í bili. Komi anuria.
þarf helzt að katheterisera ure-
teres og jafnvel að skola pelvis
renum með sol. natr. bicarb.
2%. Má einkum búast við góð-
um árangur af aðgerð þessari,
ef sjúklingurinn hefir kvartað
um nýrnakveisu. Dæmi eru til,
að gerð hafi verið pyelolitho-
tomia með góðum árangri, þeg-
ar urethercatheterisatio varð
ekki komið við.
Hæpið er að alkalia fyrir-
byggi nephrosis af völdum
sulfalyfja, og' verður að gæta
ýtrustu varfærni í notkun
þeirra, ef grunur er um byrj-
andi nephrosis. Alkalosis er
veikum nýrum hættuleg, engu
síður en acidosis.
Helztu heimildir:
New and Nonofficial Remedies (Am.
Med. Ass.) 1943 og 1944.