Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 25
L Æ KNABLAÐIÐ 13 hj’rjun komi 0,20 gr. á livert kg. líkamsþunga, og siðan Vo af þeim skammti á 4 tíma fresti nótt og dag, þangaÖ til þau hafa verið hitalaus í 2—3 sól- arhringa, og er þá ráðlagt að minnka skammtinn verulega. Þess skal getið, að við lek- anda nægja litlir skammtar af sulfapyridin og sulfathiazol. Venjan er að gefa 3 gr. fyrsta daginn, en síðan 2 gr. daglega í 7—8 daga. Við cvstopyelitis er einnig ástæðulaust að sjúkling- urinn fái meira en 2—3 gr. af sulfatliiazol daglega. Við hlen- orrlioea neonatorum hefir reynst vel að gefa 0,20 gr. af sulfathiazol í byrjun og siðan 6—8 ctgr. á 4 tíma fresti. Ný- fæddum hörnum má gefa lvf- ið í mucilago gummi arab. Sulfaguanidin er gagnslítið nema við þarmabólgu. Við dys- enteria er gefið 0,05 gr. á kgr. á 4 tima fresti nótt og dag, þangað til bregður til bata, en siðan skal gefa sama skammt 3—4 sinnum á dag i nokkra daga. Við colitis ulcerosa hafa menn reynt 3 gr. 4—5 sinnum á dag, með talsverðum árangri stundum, að þvi er virðist. M.iög hefir verið látið af að undirbúa sjúklinga undir re sectio coli og aðrar meiri hált ar aðgerðir á þörmum með hvi að gefa þeim 3 gr. af lyf- inu þrisvar sinnum á dag i 4 daga á undan aðgerðinni. Heppilegt þvkir, að gefa Ivfið einnig á eftir aðgerðinni, eins fljótt og verða má. Við aðrar sýkingar í þörmum kemur Ijf- ið stundum að nokkm h.il.ii. Einkum er ástæða til að reyna Jrnð við alvarlega gastroenter- itis á hörnum,, og þarf ekki að skera skammtinn við nögl sér, þvi að tiltölulega lítið af lyfinu berst út i blóðið. Eins og önn- ur sulfalyf er það gagnslaust við typhus ahdom. og para- typhus. Succinylsulfalhiazol. (sulfa- suxidin) fæst ekki hér i lyfja- húðum, enn sem komið er. Það hefir mikið verið notað á und- an resectio coli, líkt og sulfa- guanidin, en i öllu stærri skömmtum. Succinylsulaftliia- zol reynist einnig vel við dys- enteria, en er þó naumast eins áhrifamikið og sulfaguanidin. Það hefir mikið verið reynt við colitis ulcerosa og virðist ofl gefast vel við þann sjúkdóm. Mikill kostur er, að lyfið berst lítið út um líkamann og að sáralítil hætta er á eiturverk- unum. Sulfanilamið og natriumsölt þau, sem fyrr voru nefnd, eru nothæf til inndælingar i æð. 8gr. af sulfanilamið leysast upp í lítra af 25° heitu vatni, en natriumsöltin eru vel leysan- leg. Venja er, að nota af þeim 5% upplausn í aqua destillata. Upplausn þessi er mjög lút- kennd og gæta þarf þess vand- lega, að ekkert fari utan við

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.