Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 27 sinnum meiri en í hinum, F í neyzluvatni var þar aðeins 0.2 og 0.1 mg í lítra, en í hinum fj'rrnefndu 1.8 og 1.7 mg/1 (skemmdar tennur (fullorð- inst.) þar aðeins 201 og 205 pr. 100 börn). Slikum atliugunum hefir síðan verið lialdið áfram og nýlega hefir Deam (1944) birt allítarlegar skýrslur um tannskemmdir harna og F i drykkjarvatni í 21 hæjum fjög- urra ríkja Bandaríkjanna, og skal hér getið helztu niður- stöðu hans. Skýrslurnar ná aðeins til hvítra barna á aldrinuin 12— 14 ára ,og var þess gætt, að þau hefðu undanfarin ár húið á sama stað og við sama vatn, þ. e. að ekki hefðu farið fram breytingar á vatnsbólum og kerfi bæjanna nýlega (svo að ekki væri ástæða til þess að ætla, að F-magn vatnsins hefði breytzt). Aðeins fullorðinstennur voru athugaðar með tilliti til skemmda, og var skráð live margar þeirra voru skemmd- ar (hvort sem viðgerðar voru eða ekki) cða dregnar úr vegna skemmda. Er horgunum var raðað eftir F-magninu, kom nú fram greinilegt samræmi við fíðni tannskemmda. Taflan, sem hér fer á eftir, er að visu samandregin, en sýnir hetta þó ljóslega. Höfundurinn kveðst ekki geta komið auga á annað en F, er gæti skýrt þenna mikla mun á tannskemmdum barnanna í þessum bæjum, og liafði hann m. a. athugað hörku vatnsins, sólskin, mataræði o. fl. Heildar-niðurstöður hans eru á þá leið, að þar sem fluor í drykkjarvatni er um og yfir F í vutni mg/1 Fjöldi borga °/„ barna an skemmdra tanna (fullorðins') Skemmdar tennur pr. 100 börn 1.8-2,6 3 25.3-28.5 236-252 1.2-1.3 4 18.3-29.8 258-323 0.5-0.9 3 10.6-17.9 343-444 0.0-0.4 11 0.0- 5.7 556-1037 1 mg í lítra, heri lítið á tann- skemmdum, þar sem minna sé af F en þetta, og þó meira en 0.5 mg/1, kveði að vísu meira að tannskemmdum, en þó greinilega minna en þar, sem vatnið sé fluorsnautt. Þar sem F er um 1 mg/1, her yfirleitt ekki á tanndílum, nema þá i einstaka tilfellum, og þá ekki svo, að til nokkurra lýta geti talizt. Samkvæmt þessu ætti að vera æskilegast að hafa um 1 mg/1 af F í drykkjarvatni, yfir 1.5 mg má það tæplega fara, því að þá fer að kveða meira að tanndilum en góðu hófi gegnir. En það, að fluor i neyzluvatni einu geti haft svona reglu- bundin áhrif á tennurnar, yrði tæplega skýrt með öðru, en að i venjulegu fæði á þessum svæðum hafi verið sáralitið F

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.