Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 38
26 LÆKNABLAÐIÐ tanndílarnir („mottled enam- el“) stafi af of miklu fluor, livort sem það fæst i vatni eða á annan hátt. Tanndílar virðast viðloðandi (endemiskir) mjög víða í Bandaríkjunum. Þó fá aðeins þeir, sem eru fæddir og uppaldir á þessuin svæðum, eða flytja þangað á barnsaldri, þenna kvilla. Að vísu koma díl- arnir sjaldan fram á barns- tönnunum sjálfum, beldur á fullorðinstönnunum, jafnóð- um og þær koma. Þeir, sem tekið bafa fullorðinstennurnar, áður en þeir flytja á tanndíla- svæðin, sleppa. Sé fluorosis dentium á báu stigi, verður tannmyndunin ó- fullkomin og bætt við að molni úr glerungnum; er þá tannát- unni rudd brautin, enda ber mikið á tannskemmdum, þar sein svo er. Hinu tóku menn og brátt eftir, að á svæðum, þar sem tanndílar voru algengir, en á lágu stigi, bar einatt óvenju- lítið á tannátu. Nýlega bafa og verið gerð- ar ýmsar athuganir og tilraun- ir, er virðast benda til þess, að fluor hafi hlutverk að inna af liendi við mvndun tannanna, einkum glerungsins, þannig að sé fluormagnið, sem líkaminn fær úr að vinna hæfilegt, verði glerungurinn barðari en ella og veiti þannig vörn gegn tannátu. Samanburðar-atliuganir á magni helztu steinefnanna i beilum tönnum annars vegar og skemmdum hins vegar, leiddu t. d. í ljós, að þótt eng- inn munur væri á Ca, P, Mg eða C03, var greinilegur mun- ur á Fluormagninu. 1 glerung beilbrigðu tannanna var F að meðaltali 11.1 mg % ± 2.03, en skemmdu tannanna aðeins 6.9 mg % ± 1.11. 1 tannbeininu var munurinn liins vegar ó- verulegur (16.9 og 15.8 mg %) (Armstrong & Brexbus 1938). Talið er, að í glerungnum sé fluor bundið calcium-fosfati sem apatit, því að glerungur- inn er miklu harðari en ca-fos- fat. Aður var getið um samræmi milli útbreiðslu fluorosis denti- um og magns F í neyzluvatni, en nú fóru menn og að taka eft- ir því, að þar sem tanndílar voru algengir, án þess þó að til baga væri, var oft áberandi minna um tannskemmdir en í öðrum nálægum béruðum, ]jar sem tanndílar sáust ekki. ()g þó varð ekki séð að í þess- um tanndílasvæðum væru dil- óttu tennurnar sjálfar mót- stöðumeiri en liinar dílalausu. Skömmu siðar birtu Dean o. fl. samanburðaratbuganir á tíðni tannskemmda barna á aldrin- um 12—14 ára i borgunum Gal- esburg og Monmouth annars vegar og Macomb og Quincv hins vegar, en allar þessar borg- ir eru í Illinois. í síðarnefndu bæjunum voru tannskemmdir (fjöldi skemmdra tanna) 2—3

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.