Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 23 Anæmia aplastica og pur- pura thrombopen. eru sjald- gæfir en mjög hættulegir fylgi- kvillar, og verður að hætta við lyfið strax og þeirra verður vart. Anæmia. Oft ber á nokkru Jjlóðleysi eftir notkun sulfa- lyfja, og er talið, að bein eit- urverkun lyfjanna á blóðkorn eða merg sé undirrótin. Börn liafa ósjaldan fæðzt með blóð- leysi og gulu vegna þess, að móðirin liefir notað mikið af sulfalyfjum um meðgöngutím- ann. Hófleg notkun sulfalvfja, um meðgöngutímann, er hins vegar ekki talin skaða fóstrið. Anæmia acula kæmolytica er næsta sjaldgæf, en mjög hættu- leg. Verður hennar helzt vart eftir notkun sulfanilamiðs og tiltölulega oft hjá börnum. Ekki virðist áunnu ofnæmi til að dreifa, því að einkennin byrja að jafnaði 2—6 dög- um eftir að lyfjanotkun hófst. Telja margir, að um eins kon- ar idiosvncrasia sé að ræða, vegna þess að fylgikvillans verður engu að síður vart eftir litla skammta. Byrjunarein- kenni eru kligja, liöfuðverkur, liiti, leucocvtosis og gula. Talið er, að helmingur rauðra blóð- korna fari stundum forgörð- um á einu dægri, og má því búast við mikilli hæmoglobin- uria. Hætta verður strax við lyfið, en gefa sjúklingnum mik- ið af saltvatni, og alkalia að auki, til þess að fyrirbyggja ef unnt er, að tubuli renalis stífl- ist af blóðlitarefni. Að sjálf- sögðu þarfnast svo sjúklingur- inn blóðgjafar, undir eins og við verður komið. Oliguria, anuria og hæmat- uria orsakast af því, að tubuli renalis, pelvis renum eða ure- teres stíflast eða særast af krist- allahröngli. Stundum virðist þó oliguria eða anuria koma af beinum eituráhrifum lyfjanna á nýrnavefinn, án þess að um stíflun á þvagvegum sé að ræða (sulfonamið nephrosis). Einkenni frá þvagfærum koma svo að segja aldrei eftir notk- un sulfanilamiðs, en sulfapyr- idin, sulfathiazol og sulfadia- zin eru næsta varhugaverð. Ivíest hætta er á fylgikvillum þessum, ef þvag er lítið, vegna þess að sjúklingarnir drekka litið, kasta upp eða svitna mjög. Helzt þarf að gæta varúðar, ef mikið er tekið af lyfinu, en þó einkum, ef stórum skömmtum er dælt i æð. Þessi 3 lyf, sem mest hætta stafar af, leysast illa í súrum vökva, og má því búast við að illa fari, ef þvag er súrt að ráði. Einkenni frá þvagfærum geta komið mjög fljótt, jafnvel á fyrsta degi, en oft ber fvrst á þeim eftir að lyfið liefir verið tekið í nokkra daga. Oliguria og hæmaturia hafa sézt eftir að notuð höfðu verið aðeins 5—10 gr. af sulfa- lyfi. Oft er greinileg nýrna-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.