Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1946, Síða 9

Læknablaðið - 01.03.1946, Síða 9
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: BJÖRN SIGURÐSSON frá Veðramóti og JÓHANNES BJÖRNSSON. 31. árg. Reykjavík 1946 3.-4. tbl. ZZZZZZ^ZZZZ Nokkrir ofnæmissjúklingar. Eftir Níels Dungal. Fyrirlestur fluttur í Læknafélagi Síðastliðið ár hefi eg fengizt dálítið við rannsóknir á of- næmi, ýmist á sjúklingum, sem komið liafa beint til mín og sumpart á öðrum, sem sendir liafa verið til mín af læknum hér í Reykjavík og úti á landi. Þar sem þetta mu.nu vera fyrstu ofnæmisrannsóknir, sem gerð- ar eru hér á landi af þessu tagi, ætla eg að fara nokkrum orð- um um þær, þar sem eg geri ráð fyrir að læknum sé nokk- ur forvitni á að frétta um þær. í höfuðdráttum má skipta þessum sjúklingum i tvo flokka: 1. ofnæmi í húð, i 2. lagi þá, sem liafa respiratoriskt ofnæmi, sem einnig mætti kalla ofnæmi á vtri slímhúðum, því að augnslímhúðin heyrir líka undir það. í þriðja lagi entero- gent ofnæmi, þar sem antigen- ið snertir slímhúðina í melt- Reykjavíkur 10. okt. 1945. ingarfærunum ef ofnæmisein- kennin eru hundin við hana, og verka á liana eða fara i gegn um hana og verka á önnur líf- færi. Eg skal fyrst snúa mér að of- næmi öndunarfæranna. Undir það heyrir eðlilega ofnæmi í augnslímhúðinni. Ofnæmiseinkennin í þessum slímhimnum koma aðallega fram sem hyperæmi og ödemog jafnvel sem bólga, meira eða minna krónisk. Antigenið, — en þannig liggur næst að skilja eðli ofnæmisins, nefnilega sem antigen, sem slímhúðin sé sér- staklega viðkvæm fyrir, þannig að hún svari með óvenjumikilli hlóðsókn, — antigenið er í þess- um tilfellum í loftinu, og sjúk- lingurinn verður útsettur fyrir það með þvi að anda því að sér eða fá það í augun. Það anti-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.