Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1946, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.03.1946, Blaðsíða 39
L Æ K N A B L A Ð IÐ 63 Nausea epidemica. R. K. Rasmussen, héraðslæknir í Ejde á Færeyjum getur þess í bréfi (til G. H.), að hann hafi nýlega skrifað ritgerð um ógleðisfaraldra, svo nefnda „Roskildesyge“. Hann hefir orðið var við tvo faraldra af veiki þessari á Færeyjum, annan 1938, hinn 1944. 1 Englandi er sagt frá 3 slíkum faröldrum eftir að þeirra varð vart í Danmörku. Héraðslæknirinn lýsir þessu ekki nánar, en það er ástæða til þess að spyrja hvort tslensku lœknarnir hafi orðið varir við citthvað þvílíkt. Manni getur dottið í hug gastroen- teritis acuta (paratyphus), epid. icterus o. fl., en mér skilst, að ekki hafi verið um þá sjúkd. að ræða. Er þetta ef til vill Hornafjarðarfarald- urinn, sem getið er um í Heilbr-sk. ig37 (bls. 19) og 1938 (bls. 20) ? En hvað sem því líður væri nauð- synlegt að rannsaka þann farald- ur nánar, ef að hann gerir á ný vart við sig. Talið er að hann hafi að minnsta kosti, orðið 2 mönnum að bana. „Den færöiske folkemedicin“. Rasmussen héraðslæknir hefir á jjrjónunum ritgerð um þetta efni og sjálfsagt verður þar sagt frá ýmsu, sem er eftirtektarvert fyrir okkur. En meðal, annars: Við munum eiga ýmislegt prentað og skrifað um þessi efni, en allt er það á tvisti og basti. Eg efast reyndar um, að við sækj- um mikið gull og gagnlega hluti aítur í aldirnar, en væri samt ekki skylt að taka þessu tak? Enginn myndi leysa þetta betur af hendi en háskólakennarinn i lyfjafræði. G. H. Krabbamein í ræktuðum vef. Það hefir tekist nýlega að mynda krabbamein í vef úr spendýri, sem ræktaður var i prófglasi (sennilega með því að láta hann verða fyrir áhrifum af tjörukenndum efnum, sem oft valda krabbameinum á dýrum og mönnum). Væru þessar ræktuðu krabbameinsfrumui græddar í dýr, sömu tegundar, héldu þær áfram að vaxa og urðu að venjulegu krabbameini i dýr- inu. (JAMA, 19. febr. 1944). Tungurótargjöf lyfja. Fyrir fá- um árum gaus sá kvittur upp, að lyf rynnu svo auðveldlega gegnum tungurótaslímhúðina, að ástæðu- laust væri að dæla þeim inn í æðar. Nú hafa amerikskir læknar rann- sakað þetfa nákvæmlega, og niöur- staðan varð sú, að svo væri þetta um sum lyf, en flest alls ekki. Þannig gengur t. d. nikótín auö- veldlega gegnum slimhúðina en ekki morphin. (JAMA, 25. apríl 1944). Hve marga lækna þarf fólkið? Talið er að í Englandi þurfi að koma einn læknir á 1500 íbúa i sveitum en 2000 í borgum. Lancet, 22. apríl 1944). Sulphathiazole-proflavine sára- duft. Sulfalyf hafa verið notuð til þess að strá þeim i grunsöm sár og þótt gefast vel. Nokkrir herlækn- ar telja þó að betra sé að blanda sulpathiazole með 1% proflavin og bætir hvort lyfið annað. Duft- inu er stráð eða blásið í sárið svo að þunn luila komi á yfirboröið. (Lancet, 6. mai 1944). Blóðvatnsrannsókn, bólusetning og bráðar sóttir. Ameriskir her- læknar hafa veitt því eftirtekt að blóðvatnsrannsókn, vegna syfilis er varlega treystandi eftir kúa- bólusetningu (sem kemur út) mýraköldu, bráða lungnasjúkd., samfara hitasótt og fleiri sóttir. Verða sjúkl. oft jákvæðir um tima

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.