Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 8
130 LÆKNABLAÐIÐ við magasári töluvert fram eft- ir þessari öld og lengi vel bundnar við hana miklar vonir, bæði af sjúklingum og læknum. En menn fóru þó fljótt að reka sig á, að g.-e. var ekki einhlít til lækningar. Stenosis gat batnað og var það mikil bót, en það var ekki nema endr- um og eins, að sárið greri og ef svo varð ekki, þá héldu sömu einkennin áfram og svo bættist við ulcus pepticum jejuni, sem fært gat sjúklinginn úr öskunni í eldinn. Þegar þess er gætt, að það er hyperchlorhydrian, sem heldur við sárinu og ýfir þaö upp, þótt það grói, eða framkallar ný sár, þá er skiljanlegt, að g.-e. gat ekki til lengdar orðið aðalað- gerð skurölæknanna við maga- sári, því að g.-e. getur aldrei haft áhrif á sýrumyndun mag- ans þó að duodenal-vökvi goti stundum hjálpað til þess aö deyfa að nokkru leyti áhrif sýrunnar. Það var fyrst eftir að faríð var að gera resectionir á maga vegna ulcus ventriculi et duo- deni og þær stórar, að hægt var að taka að miklu eða öllu leyti fyrir hyperchlorhydriu og með því að losa sjúklingana við sárin, enda má segja, aö árang- ur resectiona við magasár hafi orðið mjög góður, þar sem að- gerðirnar heppnuðust. Á seinni árum hefir ný að- ferð verið reynd við magasár- um og á ég þar við vagotomi- una. Ég skal ekki leggja mik- inn dóm á þá aðgerð þar sem ég hefi aldrei reynt hana sjálfur. Segja má, að enn sé ekki kom- in full reynd á þá aðgerð og, satt að segja, hefi ég ekki haft mikla ti’ú á henni og því ekki viljað taka hana upp. Þetta mun véra vandasöm aðgerð, sem sjá má af því, að oft mun svo vera, jafnvel hjá æfðum skurðlæknum, að vagotomian vei’ður ekki fullkomin og er þá von að árangurinn eða árang- ursleysið verði eftir því. Nú á seinni árum, þegar mjög hefir dregið úr hættunni við magaaðgerðir, er ekki nema von, að læknar vísi fleiri og fleiri sjúklingum til aðgerða vegna magasárs og sjúkling- arnir vilji sjálfir reyna þá lækningaaðferð, því að enn er það svo, að lyflæknisaðgerðir hafa viljað reynast haldlitlar þegar til lengdar lætur, þó að þær séu oft ágætar í bili og það svo, að sjaldan er gripið til rót- tækra handlæknisaðgei’ða nema heita megi að lyflækn- ingar hafi verið í’eyndar til þrautar. Það er ekki lítil örorka, sem magasár skapar þeim, sem með það gengur, jafnvel þótt hann geti nokkurnveginn stundað starf sitt, að maður tali ekki um þá, sem tímunum saman eru rúmfastir eða við rúmið, eða meira eða minna kvaldir af

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.