Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 26
148 LÆKNABLAÐIÐ það er vaxið út frá, verða tölu- verð þáttaskipti í sjúkdóms- myndinni. í fyrstu, á meðan æxlið hef- ir enn ekki að fullu lokað bronchus, er hætt við því, að öðru hvoru safnist fyrir slím, sem sjúklingurinn á erfitt með að hósta upp í gegn um þrengslin. Lungnavefurinn neðan við þrengslin verður við- námsminni, sökum þess hve lítið súrefni berst að. Afleiðing- in af þessu er, að öðru hvoru myndast bólgur, sem fyrst lag- ast, ef bronchus opnast að nýju. Auk hitakastanna, sem samfara eru bólgunum, kvart- ar sjúklingurinn á þessu stigi oft um þreytu eða þyngsla- verk í brjósti, þeim megin, sem æxlið er. Við hlustun má oft greina sérkennilegt blástur- hljóð á þessu svæði og heyrist það bezt, ef sjúklingurinn er látinn anda með opinn munn. Þegar æxlið er orðið nægi- lega stórt til að loka alveg bronchusgöngunum, myndast fljótlega fullkomið loftleysi eða ,,atelectasis“ á þessu svæði. í stað loftsins síast slím og blóðvessi út í alveoli og hald- ist ástandið óbreytt, fer varla hjá því, að síðar komi ýms- ir fylgikvillar (pneumonia, bronchiectasiae, suppurativ pneumonitis, abscess og jafn- vel empyema). Þegar hér er komið sögu, er því ekki aðeins lungað í hættu ,heldur og líf sjúklingsins, ef réttri meðferð er ekki beitt. Það eru þó ekki nema um 15 ár síðan menn fóru að átta sig á bronchostenosis. Meinafræð- ingar virðast jafnvel ekki hafa gert sér fyrr grein fyrir hvað skeður, ef bronchus þrengist eða lokast, og í klinikinni beindist athyglin fram að þeim tíma að fylgikvillunum, þ. e. a. s. því, sem sást í sjálfum lungnavefnum, með þeim af- leiðingum að eflaust hafa margir sjúklingar látizt, án þess að hin raunverulega orsök yrði nokkru sinni kunn. Bronchus adenom virðist al- gengara í hægra lunga en vinstra og finnst mun oftar í lob. inf. eða med. en lob. sup. Flestum ber saman um að æxlið sé algengara hjá konum en körlum. Er þetta einkum þýðingarmikið til aðgreining- ar frá bronchus carcinom, en þar eru, sem kunnugt er, 80% af sjúklingunum karlmenn. Annað mikilsvert atriði er það, að þótt ógerlegt sé að segja um hvenær adenomið byrjar að myndast, þar sem sjúkdómur- inn er svo hægfara, mun vera undantekning að æxlið geri ekki vart við sig kliniskt fyrr en á þeim aldri, sem krabba- mein er algengast. Forster- Carter telur, að langflestir sjúklinganna finnist á aldrin- um 30—40 ára og Kramer og Som telja að 60% sjúklinganna

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.