Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 28
150 LÆKNABLAÐIÐ hreyfanleg og oft má finna stilkinn, sem þau sitja á. í vafa- tilfellum er nauðsynlegt að gera biopsi, enda þótt því sé oft samfara töluverð blæðing- arhætta. Áður en bronchoscop aðferð- in kom til sögunnar, var í raun- inni ekkert aðhafzt til þess að lækna þennan sjúkdóm. Eftir það lögðu menn lengi vel á- herzlu á að fjarlægja æxlið í gegn um bronchoscop, og er notað til þess electro-coagula- tion, vegna blæðingarhættunn- ar. Getur þetta verið erfitt verk og oft óframkvæmanlegt 1 einni lotu. Á seinni árum hafa ýmsir mælt með því að gera í þess stað lobectomi, meðal ann- ars sökum þess að flest æxlin vaxa í tvær áttir og þótt bronchialhlutinn náist, verður sá hlutinn eftir, sem vaxið hef- ir út í lungnavefinn og getur síðar þrengt að bronchus. Þeir, sem álíta æxlin illkynja eða „potentielt malign“, mæla eðlilega eindregið með lobec- tomi eins fljótt og kostur er á. Öllum ber saman um nauð- syn þess að gera lobectomi, eða jafnvel pneumectomi, ef ,,komplikationirnar“ eru orðn- ar svo miklar að lungnavefur- inn hafi orðið fyrir varanlegum skemmdum. Sjúkdómur þessi er, eins og að framan greinir, æði sjald- séður, en þó hafa fundizt tveir sjúklingar á Berklavarnastöð Reykjavíkur. Fyvri sjúklingurinn er 31 árs stúlka, og fannst sjúkdómur- inn í henni haustið 1948. Níu árum áður hóstaði hún upp dá- litlu blóði, eftir að hafa verið kvefuð í vikutíma. Var þá tek- in röntgenmynd og sást ekkert athugavert. Pirquet próf var neikvætt. Hún var skyggnd að nýju tveimur árum síöar og virtist ástandið þá óbreytt. Ár- ið 1945 veitti sjúklingurinn því athygli að hún var orðin kvef- sækin í meira lagi, hósti var þurr og langvinnur, en upp- gangur lítill sem enginn. Þess á milli var sjúkl. einkennalaus og vel frískur. Kvefsækni sjúkl. ágerðist á næstu árum og fylgdu þessu nú öðru hvoru hitaköst. í júlí 1947 hóstaði sjúkl. upp töluverðu blóði, en blóð hafði þá ekki sést í hráka frá því árið 1939. Var hún oftlega skyggnd, en ekkert athuga- vert sást í lungum. í maímán- uði 1948 komu loks í ljós breyt- ingar neðantil í hægra lunga. Líktist þetta bronchopneumoni og hvarf á vikutíma. Fjórum mánuðum síðar komu að nýju fram röntgenbreytingar á sama stað, að þessu sinni mun greini- legri, sbr. mynd nr. 1. Hafði sjúkl. þá verið fremur slapp- ur og legið undanfarið með hitavott. Þar sem margt benti til þess, að um góðkynja

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.