Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 14
136 L Æ K N A B L A Ð 1Ð ÓFRJÓSEMI KVEX-M Cflir Pétur J4. P JUoL 'ion Erindi flutt í L. R. 13. des. 1950. Ófrjósemi eða minnkuð frjó- semi er sennilega eins algengt viðfangsefni á íslandi eins og í öðrum nálægum löndum. Af- leiðingar þessa fyrirbrigðis eru oft sorglegar fyrir þau sem við það þurfa að búa, auk þess sem barnlausu hjónabönd- in eru mjög erfið læknisfræði- leg og félagsleg úrlausnarefni, Það eru fáar konur, sem vilja heldur lifa lífinu án afkom- enda, og sama gildir karlmann- inn. Rannsóknir á ófrjósemi kvenmannsins eru nú á dögum orðið verkefni, sem krefst mjög mikillar sérþekkingar á tak- mörkuðu sviði læknisfræðinn- ar. Orsakanna er að leita á sviði lífeðlisfræðinnar, líffærafræð- innar og sjúkdómafræðinnar hjá hvorum maka, sem standa að barnlausu hjónabandi. Oft getur þessi leit minnt á aðferð- ir til þess að finna sökudólg- inn í leynilögreglusögu; stund- um er eins og karlmaðurinn vilji forðast að láta koma upp um sig, svo erfitt er að fá hann til þess að láta af hendi sinn hlut til rannsóknar. Stundum eru það þó smávægilegar trufl- anir, sem orsaka þessi mistök, sem varða fólkið svo miklu, svo það getur verið nægilegt að samræma þannig samfarir að þær fari fram á þeim tíma sem egglosið er helzt væntanlegt Það kemur líka fyrir, að í áhug- anum á að afla sér afkvæmis séu samfarir svo tíðar að sper- matogenesis sé svo þraut-pínd. að það séu engin tiltækileg sperma þegar egglosið á sér stað. Loks koma hjónaböndin, sem árum saman hafa flúið frjósemina með því að nota varnarmeðul, en síðan þegar ingunum og ekki látið dragast að gera það, sem gera þarf. Ég hefi ekki verið einn um þessar aðgerðir. Ég hefi haft mína ágætu aðstoðarlækna, sem sjálfir hafa líka gert tölu- vert af þessum aðgerðum, kandidata og hjúkrunarkonur. Segja má um þessar aðgerðir, eins og margar eða flestar spítalalækningar, að til þeirra þarf „team-work“, samstillt fólk í starfi og fyrir slíka sam- stillingu vil ég þakka mínu að- stoðarfólki. Ekki hefir unnizt tími til þess að athuga varanlegan árangur þessara aðgerða. Það verður að bíða betri tíma, en ég hefi það á tilfinningunni að hann sé sæmilega góður.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.