Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 15
L Æ K N A B L A Ð I Ð
137
á reyndi kom í ljós, að þess var
ekki þörf, því hjónabandið var
frá upphafi ófrjótL
Hér er ætlunin að taka til
athugunar kvenmanninn, sem
kemur vegna ófrjósemi, hins
vegar eru mörg almenn læknis-
fræðileg atriði, sem þurfa at-
hugunar við hjá báðum aðil-
um. Fyrst verður að fá full-
komna almenna sjúkrasögu
Ýmsir algengir sjúkdómar geta
valdið skemmdum á kynkirtl-
um í báðum kynjum, og er
hettusóttin einkum skæð og
það engu síður í konum en
körlum, þó ofl verði síður vart
við það á meðan sjúkdómurinn
stendur yfir. Skarlatssótt, strep
tococca-blóðeitranir og aðrir
ígerðasjúkdómar á unga aldri,
geta oft skemmt eggjakerfin.
Botnlangabólga er almennt
talin töluvert algeng orsök fyr-
ir lokuðum eggvegum (tubae)
og samvöxtum í umhverfi
eggjakerfanna. Þá eru og líf-
himnubólgur af berkla upp-
runa og lungnabólgusýklum á-
samt bráðum (acut) skemmd-
um í líffærum kviðarholsins
mikils verð atriði í þessu sam-
bandi.,
Við almenna skoðun þarf að
athuga líkamsþroskann í heild,
og eins eru óreglulegar, miklar
eða litlar blæðingar árum
saman' í byrjun þroskatíma-
bilsins einkenni um ófull-
komna starfsemi kynkirtl-
anna. Þá er og of mikil andleg
og líkamleg áreynsla talin ein
orsök til ófrjósemi, en senni-
lega þarf því samfara meiri
truflanir á konstitution líkam-
ans og eins á starfsemi endo-
krín-kerfisins í heild. Næring-
artruflanir valda oft breyting-
um á starfsemi eggblaðranna,
og þar með á egglosinu. Hjá
iðnaðarfólki, sem vinnur við
ýmiss konar eiturefni árum
saman, eins og blý og aðra
málma, kemur líka fyrir
minnkuð frjósemi.
Frjósemin minnkar mikið
með aldrinum og er áberandi
minni þegar kemur á fjórða
tug ævinnar. Þótt margar kon-
ur verði barnshafandi á aldrin-
um 35 til 45 ára, þá er frjósem-
in þó mikið meiri hjá konum á
aldrinum 20 til 25 ára. Það ætti
þó engan veginn að fæla eldri
konurnar frá rannsókn á þessu
sviði, því þær verðskulda það
og þurfa þess miklu fremur en
hinar yngri systur þeirra.
Libido, orgasme og frigiditet
skiptir ekki jafn miklu máli og
sumir hafa viljað vera láta,
nema að svo miklu leyti sem
það getur truf,lað sjálfar sam-
farirnar. Homosexualitet og
bisexualitet virðast oft geta
samrýmsl eðlilegri frjósemi, ef
því er að skipla .
í „sekunder“ ófrjósemi með
fóslurlátum, fyrirburðum og
andvana fæddum börnum, sem
ekki hafa orðið fyrir neinum
áverkum í fæðingunni, kemur