Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 32
154 LÆKNABLAÐIÐ lægir, hnöttóttir, með ríkulegu, grófkornóttu chromatini. Kjarnadeilingar sjást ekki. Blæðingar sjást ekki í æxlis- vefnum, að undanskildu svæð- inu, sem skorið var úr áður. Ekki sjást heldur bólgufrumur. Æxlisvefurinn nær alls stað- ar út í neðri rönd stilksins, þar sem hann hefir verið skorinn sundur. Histologisk diagnosis: Adenoma bronchiogenis. Fjórum mán. síðar, eða 24/2 ’49, var aftur gerð bronchos- kopi. Sáust þá lítilfjörlegar trefjar, þar sem æxlið hafði vaxið út úr slímhúðinni, og voru þær fjarlægðar eftir beztu getu. Histologisk diagnosis var sú sama og áður. Sjúklingur- inn var aftur rannsakaður 15/7 ’49. Virtist slímhúðin þá eðlileg og voru engar leifar af æxlinu sjáanlegar. Síðan hefir verið gerð bronchoskopi þrisvar sinn- um, 1 janúar og maí 1950 og loks 5/1 þ. á., án þess að fund- izt hafi merki recidivs. Líðan sjúklingsins hefir ver- ið allt önnur eftir aðgerðina. Undanfarin 2l/o ár hefir hún aðeins kvefazt einu sinni og lungað hefir jafnan virzt í bezta lagi. Það skal látið ósagt, hvort telja beri að stúlkan hafi fengið fullan bata, en margt bendir þó til þess, og a. m. k. er lítil ástæða til að hafast frek- ar að eins og sakir standa. Hinn sjúklingurinn, sem fundizt hefir, er 26 ára gömul stúlka. Virðast fyrstu sjúk- dómseinkenni hennar hafa komið í ljós 1942, en fram að þeim tíma hafði hún verið heilsuhraust. í janúar það ár veiktist hún skyndilega. Var talið að hún væri með lungna- bólgu h. m., enda lagaðist þetta á hálfsmánaðartíma. Tveimur mánuðum síðar var tekin mynd af henni á Berkla- varnastöðinni og kom þá í ljós þykkni niður með hjarta- rönd hægra megin og sam- vextir basalt hægra megin, líkt og um pleuritis leifar væri að ræða. Pirquet próf reyndist hins vegar neikvætt. Þremur mánuðum síðar hóstaði sjúkl. upp töluverðu blóði og var þá flutt til Vífilsstaða, án vitund- ar stöðvarinnar. Dvaldi hún þar í mánaðartíma.en var síð- an send heim, þar sem Man- toux próf reyndist neikvætt. Skömmu eftir heimkomuna veiktist sjúkl. að nýju, fékk háan hita og tak hægra megin. Hóstaði hún skömmu síðar töluverðu blóði og var þá flutt á III. deild Landsspítal- ans til frekari athugunar. Dvaldi hún þar í 6 mánuði, án þess að unnt væri að finna um hvaða sjúkdóm væri að ræða. Á röntgenmynd sáust svipaðar breytingar og áður er getið um, (sbr. mynd nr. 4). Var broncho- grafi, sem gerð var þá, talin eðlileg, en við frekari athugun sést þó á myndinni að lipiodol

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.