Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 19
LÆIvNABLAÐIÐ 141 ir dag. Hjá kvenmannninum hefir starfsemi eggjakerfanna áhrif á líkamshitann. Egglosið og corpus iuteum starfsemin veldur hækkun á hitanum, þannig að hitaritið er hærra seinni helming tíðabilsins, heldur en fyrri helminginn, ef tíðir eru reglulegar á 28 daga millibili. Nú hefir þetta lögmál lífeðlisfræðinnar verið notað lil þess að athuga frjósemi kon- unnar, truflanir á starfsemi innrennsliskirtlanna, og til þess að takmarka barneignir. Kon- an er látin merkja á hitablað allar truflanir, sem til greina geta komið; svo sem kvef, sam- farir og sérstakar meðalagjaf- ir„ Það fyrsta sem konan gerir á morgnana, er að mæla sig. Hún má ekki fara úr rúminu, reykja eða nærast á nokkru áð- ur en hún mælir hitann, og síð- an merkir hún á hitablaðið upp á Yxo°, hvað hitinn hefir verið. Þessi svonefndi basalhiti er lágur á meðan á tíðum stendur og helzt það fram að egglosinu. Hitinn getur verið allt niður í 36,1, en sveiflast venjulega milli 36,3 og 36.6 á þessu tíma- bili. Á þeim 24 klukkustundum, sem egglosið fer fram, stígur hitinn snögglega og fer um 0,3 til 0,5 gráður upp fyrir lág- markið og helzt síðan á sama hitastigi fram að næstu tíðum, en 24 til 36 klukkustundum áð- ur en tíðir byrja fellur hitinn snögglega,, Stundum lækkar hitinn smávegis áður en hann stígur, og vilja sumir álíta að þá fari egglosið fram, sem og vel getur verið, en hitahækkun- in og áframhald hennar orsak- ast af progesteron-framleiðsl- unni. Þegar hitinn hækkar er frjósemis tíminn og þá getur getnaður átt sér stað. Ef nú konan verður barnshafandi fellur hitinn ekki, tíðirnar falla niður og hitinn heldur áfram að vera hækkaður í nokkra mánuði. Nákvæm hitatafla, sem haldin er daglega í nokkra mánuði, gefur þá ágætar sann- anir fyrir egglosum konunn- ar. Samtímis fær læknirinn upplýsingar um frjósemi kon- unnar, um kynferðislíf hennar og daglegl líf, og getur gefið henni leiðbeiningar, ef þess gerist þörf á sviði, sem alltaf er erfitt að fá upplýsingar um. Þessar hitamælingar eru hag- kvæmasta og þægilegasta að- ferðin til þess að ákveða tím- ann þegar egglos fer fram, og um leið hvenær heppilegast er að hafa samfarir til þess að frjóvgun geti átt sér stað, Sú skoðun hefir smám saman rutt sér til rúms, að mikill hluti af ófrjósemi eigi rætur sínar að rekja til endokrin truflana. Svo er þó ekki, nema í þeim tilfellum þegar um meiri háttar truflun er að ræða á starfi innrennsliskirtlanna, sem er aðeins lítill hópur manna, sem einnig er sorglega

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.