Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 145 Æilenownu bronchiog enis. (Erindi flutt í læknafélaginu Eir í apríl 1951). Cftir ÓL P. JJjJtedecl dr. me d. Bronchus adenom er sjúk- dómsmynd, sem hefir verið kunn all-lengi, en frekar fátt hefir verið skrifað um, þar til á síðustu 2 áratugum. Talið er að Laennec hafi fyrstur lýst æxlinu í byrjun 19. aldar. Greindi hann frá 3 til- fellum, sem fundizt höfðu við krufningu. Rúmlega hálf öld leið, án þess að frekar væri á æxlið minnzt, en árið 1882 gat þýzkur læknir, Mueller, þess, að hann hefði fundið adenom í bronchus við krufningu á sjúklingi, sem dáið hafði af öðrum orsökum. Virtist Mueller hafa verið ókunnugt um grein Laennec’s, enda taldi hann sig hafa orðið fyrstan til þess að benda á æxlið. Upp frá þessu vaknaði áhugi meinafræðinga og á næstu ára- tugum birtust öðru hvoru greinar, þar sem sagt er frá einu eða fleiri tilfellum, sem komið höfðu í ljós við krufn- ingar. Var frekar litið á æxlið sem ,,curiosum“, en að talið væri að um sérstakan sjúkdóm væri að ræða. Hélzt sú skoðun mikið til óbreytt, þar til bronchoskopi aðferðin varð kunn, fyrir rösklega tveimur áratugum. Má segja að fram til þess tíma hafi þekking manna á klinik sjúkdómsins verið lítil sem engin. Bronchoskopi að- ferðin gerði mönnum hins veg- ar fært að greina æxlið með fullri vissu í lifanda lífi og kom þá í ljós, að æxlið er hvorki eins sjaldgæft né ósaknæmt og álitið hafði verið. Árið 1930 safnaði Patterson saman 26 sjúkrasögum, sem til þess tíma höfðu birzt í tíma- ritum. Meira en helmingur þeirra, eða 16, höfðu bæzt við eftir að farið var að nota bronchoskop. Sama ár skrif- aði Kramer um klinik sjúk- telja það sannað, að jafnvel þó morfologi, mobilitet og fjöldi sæðanna sé eðlilegt, þá sé stundum of lítið af hyaluroni- dase eða það vantar alveg. Þetta virðist því stundum geta verið eina orsökin til þess, aö hjóna- bandið er barnlaust. Áætlað er að til þess að leysa upp follicul- frumur eggsins þurfi hyalur- onidase-magn 20 milljóna sper- matozoa. Þetta efni er framleitt úr eistum nauta og rotta, og notað til rannsókna, en sem meðal er það víst ennþá ekki komið á markaðinn.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.