Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 13
LÆKN ABLAÐIÐ 135 hana, svo anastomosan veröur neðan viö mesocolon. Þetta held ég sé nokkuö mikilsvert. Ef þroti kemur um saumana, í opiö, þá verður síður hætta á retention í maganum en ef mesocolon þrengir aö anasto- mosunni. Loks eru 5 gr. sulfani- lamid sett kringum maga- og garnasaumana og magálssár- inu síðan lokað. Eftir aðgerðina hafa allir sjúklingarnir fengið penicillin næstu daga, þangað til séð verður hvort um nokkra infec- tion sé að ræða. Blóðgjafir eftir aðgerðina hafa verið tiltölu- lega fáar, vegna þess hve erfitt hefir verið um útvegun blóðs, en saltvatn,með eða án glucosu, hafa allir sjúklingarnir fengið kvölds og morgna fyrstu dag- ana, eða þangað til þeir hafa verið farnir að drekka svo að gagni kæmi. Þeir fara snemma að hreyfa sig og fara framan á og á fætur. Complicationes postopera- tivae hafa að jafnaði verið mjög litlar, smávegis gúlpast upp úr mönnum fyrstu dagana og þá stundum blóðblandinn vökvi. Meiri háttar blæðingar hafa að- eins verið 2—3 sinnum og þá stöðvast fljótt eftir blóðgjöf. Bronchitis og smá pneumoniur hafa einstöku sinnum komið fyrir, nokkrum sinnum abscess eða haematoma í magálsskuröi og 1 sinni nokkuð langvinnur phlebitis extrem. infer. Einu sinni hefir magáls- skuröur rifnað upp svo garnir lágu úti og sauma þurfti á ný. Þetta var í sambandi við mikil uppköst og uppþembu. Svona upprifnaða skurði höfum við þó nokkrum sinnum séð eftir aðgerðir við cancer ventriculi og þar jafnvel eftir lap. explora- tiva og álitið það stafa af lélegu gróðrarmagni vefjanna. Athug- andi er, þó að það sé ef til vill eingöngu tilviljun en ekki or- sök, að þessi eini sjúklingur fékk ekki venjulegan undirbún- ing undir aðgerðina. Þetta var kona, grunuð um cholelithiasis, sem fannst ekki, en hún hafði aftur á móti greinilegt ulcus duodeni og því var gerð re- sectio. Alvarlegustu fylgikvillarnir hafa verið þrálát uppköst og atonia ventriculi. Þetta hefir komið nokkrum sinnum fyrir og ég held oftar en þau 9—10 skipti,sem þess er sérstaklega getið í sjúkradagbókunum. Þarna getur reynt mikið á sauma ef ekki er að gáð, en margir sjúklingar hafa lítils- háttar uppþembu og gúlp úr maga fyrstu 2—3 dagana. Helzta ráðið við þessu er að tæma magann sem bezt, fara niður með magaslöngu strax og eitthvað þykir grunsamlegt og leggja síðan e. t .v. duoden- al-slöngu niður á demeure. Þama reynir mikið á hjúkrun- ina, að vel sé fylgzt með sjúkl-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.