Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 131 verkjum og vanlíðan, maga- súrir og miður sín. í kvöld ætla ég að gefa ykkur stutt yfirlit yfir aðgeröir okk- ar á maga- og skeifugarnarsár- um hér í handlæknisdeild Landspítalans frá því að hann tók til starfa um jólin 1930. Aðgerðir okkar á sprungn- um sárum tek ég ekki með, það er önnur saga. Og það, sem ég ætla að taka sérstaklega til at- hugunar, eru þær resectiones ventriculi, sem við höfum gert. Alls eru þetta 213 sjúklingar og á þeim hafa verið gerðar 200 resectiones og 13 gastro-enter- ostomiae. Fyrstu árin voru g.-e. nær því jafnmargar og resectionirn- ar, en mér varð þá brátt ljóst það, sem ég sagði hér áðan, að resectionin væri róttækasta að- gerðin við magasári, og að henni bæri að stefna. Seinustu 14 árin höfum við aðeins gert 3 g.-e., þar af 1 seinustu 5 árin, á gamalli konu á sjötugs aldri með stenosis. Eftir þessar 13 g.-e. misstum við engan sjúkl- ing. Resectionirnar eru 200 og eftir þær hafa 15 dáið. Dán- artalan er því 7.5% og nokkuð há, eftir því sem nú tíðkast. En þá er því til að svara, að þetta starf tekur yfir 20 ár og það er fyrst á seinni árum, sem dánartalan eftir resectionir við ulcus hefir farið verulega lækk- andi. Lengi fram eftir voru þeir ulcus-sjúklingar, sem okkur var trúað fyrir fremur fáir, og ég skal ekkert um það segja, hvort þeir hafa verið yfirleitt lélegri en seinustu árin, vegna þess að aðgerðin var þá, frem- ur en nú, ultimum refugium, það væri, út af fyrir sig vert að athuga, ef hægt væri, en hefir ekki verið reynt. Seinustu 5 ár- in höfum við gert 107 resec- tionir, án þess að missa nokk- urn sjúkling. Sá seinasti, sem dó eftir ulcus-resection, dó í febrúarbyrjun 1946.. Einhverjir kynnu nú að ætla, að hafi fyrri sjúklingarnir ver- ið lélegir, þá væru þessir seinni sérstaklega útvaldir. Það er þó ekki. Yfirleitt höfum við tekið þá magasjúklinga, sem að okk- ur hafa verið réttir af lyflælcn- isdeild Landspítalans og sér- fræðingum í meltingarsjúk- dómum, sem við getum þakkað ágæta samvinnu. Líka mætti e. t. v. segja, að þetta sé heppni. Það er gott að hafa heppnina með, en einhlít er hún ekki. Áður en við snúum okkur að því að athuga líklegar ástæður fyrir því, að ulcus-resectionir eru á seinustu árum orðnar miklu áhættuminni en áður tíðkaðist, er rétt að gera lítils- háttar grein fyrir þessum 107 sjúklingum seinustu 5 áranna. Ulcus ventriculi höfðu 54 en 53 ulcus duodeni. Magasárssjúkl-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.