Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 133 fyrr en á fimmtugs- og sumir ekki fyrr en á sextugsaldri, sér- staklega sjúklingarnir með ulcus ventriculi. Ulcus duodeni sjúklingarnir koma nokkuð fyrr. Yngra fólkið kemur oft vegna endurtekinna blæðinga eða þá vegna þess, að það hef- ir fengið perforatio og ekki batnað, þótt gert hafi verið við henni. Þeir eru ekki svo fáir, sem svo hefir verið ástatt um af þessum 107. Yngsti sjúkling- ur okkar var aðeins 14 ára, með stórt og slæmt ulcus duodeni, sá elzti 61 árs, með ulcus ventri- culi. Þá er loks eftir að athuga hvernig á því stendur, að maga- resectionir vegna ulcus eru orðnar miklu áhættuminni á seinni árum og þá sérstaklega hér hjá okkur, því að, eins og ég sagði áðan, þá held ég, að þetta sé ekki eingöngu heppni að þakka. Flestir telja, að meg- inástæðan sé aukin notkun antibiotica og það er enginn vafi á því, að henni eigum við mikið að þakka. En þarna kemur fleira til, sem sízt skyldi vanmeta: betri undirbúningur sjúklinganna undir aðgerðina, betri eftirmeðferö og e. t. v. betri operation. Ég skal nú, í stuttu máli, skýra þetta nokk- uru nánar. Því er svo farið um marga og kannske meginið af sjúklingum okkar, að við verðum að taka þá til aðgerðar strax og rann- sókn er búin, og veldur þá oft, að þörf er bráðrar aðgeröar og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.