Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 147 einkenni góðkynja æxlis. Frumurnar eru svipaöar aö stærð og útliti og skipun þeirra frekar regluleg. Kjarna- deilingar finnast ekki, jafnvel ekki þegar um meinvarp er að ræða. í þeim tilfellum, sem menn hafa orðið varir við meinvörp, hafa þau verið mjög lítil og bundin við fá líffæri. Virðist æxlið sjálft þá venjulegast hafa staðið mjög lengi, oft áratug eða meira. í stuttu máli má segja, aö þótt ekki verði véfengt að bronchus adenom geti ein- staka sinnum valdið mein- varpi, vantar þó öll önnur ein- kenni, sem illkynja æxlum eru samfara. Virðist því lítill vafi á því, að frekar beri að skipa því með góðkynja æxlum. Rannsóknir, sem gerðar voru á Massachusetts General Ho- spital ekki alls fyrir löngu, benda og í þessa átt. Var gerður samanburður á því hvernig 17 sjúklingum með bronchus ad- enom og 155 með bronchus carcinom vegnaði. Einungis 5, eða 3%, af krabbameinssjúkl- ingunum voru á lífi 3—5 árum síðar, en 88% af bronchus ad- enom sjúklingunum. Árið 1948 skrifaði Clerf um 55 tilfelli af bronchus adenomum, sem fundizt höfðu á undanförnum 23 árum og hvernig þeim hafði reitt af. Aðeins eitt þeirra hafði breytzt í carcinom og skeði það 5 árum eftir að hluti af æxlinu hafði verið tekinn. Lítill vafi er á því, að sjúkl- ingar geta gengið svo árum skiptir með æxlið, án þess að nokkur teljandi einkenni komi í ljós. Fyrr eða síðar fara sjúkl- ingarnir þó að kvarta um þrá- látan ertingshósta, en þess á milli kenna þeir sér einskis meins. Venjulegast er upp- gangur mjög lítill og erfitt að losna við hann, þar sem slím- ið er seigt og frekar þykkt. Einstaka sinnum sjást í því blóðrákir. En þegar frá líður fer að bera á meiri blæðingum. Koma þær skyndilega, t. d. eft- ir áreynslu eða slæma hósta- hviðu og geta orðið miklar, mun meiri en venjulega sést við bronchus carcinom. Á þessu sjúkdómsstigi er oft lítið sem ekkert athugavert að finna við rannsókn. Hlustun getur verið eðlileg og sama er að segja um röntgenmynd af lungum. Þegar þar við bætist að flest af þessu fólki er á til- tölulega ungum aldri, er sízt að furða þó oft séu taldar lík- ur til þess að um berklaveiki sé að ræða. Eru mörg dæmi þess að sjúklingar með bronch- us adenom hafi dvalið lang- vistum á berklahælum. Þegar æxlið hefir náð þeim vexti að fyrirferð þess hefir truflandi áhrif á loftstraum- inn um bronchus þann, sem

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.